18.2.2014 | 09:25
Jæja, þá er það ljóst.
Þarna kemur enn ein staðfesting þess að allt liggur morgunljóst fyrir. Hlaupin í kringum heita grautinn og endalaust karp um form en ekki innihald ætti að hverfa. En hvernig getur maður annað en efast samt?
Það kemur ekkert á silfurfatinu handa okkur og "pakkanum" þarf ekki að pakka inn. Innihaldið er opið fyrir allra augum.
Kannski bara góðar fréttir fyrir " þá sem vilja sjá samninginn við ESB til að gera upp hug sinn". Hinir sömu geta loksins gert upp hug sinn. Semjist um eitthvað mun það í mesta lagi verða tímalengd á stuttum undanþágum. Sjávarútvegur yrði gjörbreyttur og Ísland væntanlega sambandsríki en ekki sjálfstætt ríki samanber nýjustu hrærigrauts umræðuna á meginlandinu. Sem er óumdeilanlega eina aðferðin til að láta sameiginlega peningamálastefnu virka.
Engar varanlegar undanþágur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sjávarútvegur yrði lítið breyttur, hafrannsóknarstofnun fengi meira vægi við úthlutun kvóta og vald ráðherra hyrfi því sem næst alveg. Við héldum okkar hlutfalli í sameiginlegum stofnum og hinir verða áfram lokaðir öðrum ESB þjóðum eins og reglur ESB segja. Annað yrði eins. Útgerðir gætu sumar átt rétt á einhverjum styrkjum sem og skipasmíðastöðvar. Bann við eignarhaldi útlendinga er heimilt samkvæmt ESB. Eitt sem þarf undanþágur og spurning er um hve langan aðlögunartíma, heimildir til ríkisstyrkja og hvaða harðbýlisstyrkir vegna svæða norðan 62N kæmu frá ESB er landbúnaðurinn. Þar geta styrkir verið allt að 50% framleiðslukostnaðar.
Ufsi (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 11:07
Það er ekki annað hægt en að svara Ufsa því hann fer með fleipur. Í fyrsta lagi fengi Hafrannsóknastofnun ekki meira vægi en núna og kvótanum yrði úthlutað frá Brussel. Það stendur skýrum stöfum í reglum ESB. Í öðru lagi segir hann að við höldum okkar hlutfalli í sameiginlegum kvótum. Það má alveg dreyma en t.d. með makríl sem er ósamið þá væri hlutfallið mun lægra en við viljum semja um. Í þriðja lagi þá hefur ESB ekki geta komið sér saman um nýja sjávarútvegsstefnu þannig að enn er stuðst við gamalt kerfi sem er þekkt fyrir brottkast.
Málflutningur ESB sinna er allur svona, hafa oft á tíðum afskaplega takmarkaða þekkingu á því sem þeir þykjast vita betur en aðrir.
Rúnar Már Bragason, 18.2.2014 kl. 12:05
ESB úthlutar kvóta og fer þar eftir ráðleggingum þeirra sem stunda rannsóknir á þeim stofnum, Hafrannsóknarstofnun í okkar tilviki. -- "Ákvörðunin er byggð á tillögum frá framkvæmdastjórninni, sem byggir sínar tillögur á ráðleggingum nefndar sem í sitja vísindamenn aðildarríkjanna. Ef Ísland gengi í ESB má ætla að tillögur að hámarksafla í íslensku lögsögunni myndi fyrst og fremst byggjast á ráðleggingum íslenskra vísindamanna." Evrópunefnd Sjálfstæðisflokksins.
Við höldum okkar hlutfalli í sameiginlegum kvótum. Um Makríl hefur ekki verið samið og getur því tæplega kallast sameiginlegur kvóti.
ESB er með sjávarútvegsstefnu og þó einhverjir sjái galla á henni og einhverjir vilji breytingar þá er hún samt í fullu gildi.
Ufsi (IP-tala skráð) 18.2.2014 kl. 14:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.