Össur og lax.

Ég er ekki oft sammála Össuri Skarphéðinssyni í pólitíkinni.  Held að hann sé miklu betri vísindamaður. Enda virtur sem slíkur.   Sérfræðingur í líffræði laxfiska með "kynlífið" sem sérgrein ef ég man rétt.

Hef ekki lesið jólabók Össurar " Ár drekans" en heyrt og séð vel látið af henni enda maðurinn fínn stílisti með sérkennileg orðtök ávallt á takteinum.  Gæti trúað að bestu hæfileika Össurar mætti flokka í þessari röð;  1.vísindamaður, 2. blaðamaður, 3. stjórnmálamaður.

Hjó eftir frétt á Vísi sem unnin er uppúr bókinni. Hún greinir frá hrossakaupum síðustu stjórnarflokka.  Þar var grautað saman ESB umsókn og framgang þeirra viðræðna fyrir Samfó, gegn því að þeir sömu segðu nei við mögulegum virkjanakostum í hinni margvirkjuðu Þjórsá.    

Össur var ekki sammála um að grauta þessu saman. Það vakti hinsvegar athygli mína til viðbótar að Össur gaf ekkert fyrir laxarök Orra Vigfússonar.   Þar er ég viss um að bjó þekking hans að baki og Össur vitnaði einnig til Veiðmálastofnunar og vissi sem var að þar lá enn meiri þekking og rannsóknir.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband