26.6.2013 | 21:48
Meiri skilningur en hjá sumum.
Angela Merkel og forseti þýska sambandsþingsins sína þvi meiri skilning að hlé sé gert á aðlögunarferli Íslands í ESB en þeir sem málið stendur næst. Nefnilega þeim fyrrum stjórnarflokkum á Íslandi sem höfðu slíkt á stefnuskrá og hlutu rassskellingu kjósenda fyrir.
Aumingja fréttamenn RÚV virkuðu hryggir í tali er þeir greindu frá þessu nú síðdegis og í kvöldfréttum.
Eiginlega mátti skilja ráðamenn í Þýskalandi þannig að þetta væri rökrétt afleiðing síðustu kosninga. Alltof mörgum gengur illa að skilja þetta augljósa samhengi hér innanlands.
Telur líklegt að ESB skiptist í tvennt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
þetta er nú bara bull hjá þér - skilningur þeirra er frekar vegna rangra frétta frá okkar mönnum - eins og þessum
http://visir.is/merkel-lofadi-arangur-islands/article/2013130629441
„Við töluðum lítillega um það, og hún lýsti fullum skilningi yfir afstöðu nýrra stjórnvalda á Íslandi, og afstöðu íslensku þjóðarinnar.
"og afstöðu íslensku þjóðarinnar" - hvaðan kemur þetta
Rafn Guðmundsson, 26.6.2013 kl. 22:07
Það er þjóðarsport okkar Íslendinga að gefa útlendingum rangar upplýsingar til að kalla fram ummæli sem eru okkur að skapi.
SonK (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:17
Þið eruð svo djúpir félagar að ég hef ekki hugmynd um hvað þið meinið.
Að eyða tíma og fé fjárvana rikissjóð í verkefni sem mikill meirihluti þjóðarinnar er andsnúinn er bara rangt.
Timinn, viljinn, þörfin, þrýstingur (almennings) , nauðsyn og allt það- verður kannski síðar. Ég hef ekki hugmynd um það.
En ekki nú. Það er augljóst.
P.Valdimar Guðjónsson, 26.6.2013 kl. 22:35
Enginn sagði útlendingunum að í skoðanakönnunum eru um 60% fylgjandi því að viðræðum verði haldið áfram.
Enginn sagði útlendingunum að alþingiskosningarnar hefðu snúist um skuldamál heimilanna frekar en ESB. Enda hefði þá þurft að útskýra hvernig þessi frábæri árangur í að komast út úr kreppunni, sem þeim er sagt frá, færi saman með almenningi á vonarvöl og lífskjörum sem hvergi í Evrópu hafa hrapað eins mikið.
Þegar fólki er aðeins sagður hálfur sannleikur er ekkert undarlegt að kommentin virðast eiga við allt annað land og ekki vera neitt í takt við raunveruleikan.
SonK (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 17:05
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.