Evran var pólitísk aðgerð.Ekki hagfræðileg.

Athyglisvert viðtal við Jón Daníelsson hagfræðing í Silfri-Egils.    Hann þarf ekki málalengingar til að skýra mál sitt.

Jón skýrði vel hve gjaldeyrishöftin virka lamandi á alla upprisu efnahagslífsins til frambúðar.  Ég var þeirrar skoðunar að taka skellinn strax.    Leyfa óþolinmóðu fé útlendinga að fara út.      Það hefði enn dýpkað gengisfellinguna.     En staðan væri allt önnur í dag.  Og gjaldeyrishöftum hefði verið hægt að aflétta mun fyrr.    Engin ástæða er samt til örvæntingar um krónuna að mínu mati.   Hún mun að sjálfsögðu styrkjast ef ykist hér fjárfesting og umsvif.  Nú er talað líkt og hún sé föst þar sem hún er núna.

Jón þurfti ekki mörg orð til að lýsa vandræðum með Evruna. Þar var byggt á gölluðu móteli í upphafi að hans mati.  Hann taldi að verið væri að bæði refsa og að bjarga Grikkjum til að setja fordæmi fyrir ítölsk stjórnvöld. Svo þau færu ekki sömu leið.  Þá er Evru-dæmið allt fyrst í vanda.  Einfaldlega vegna þess að ekki er hægt að "bjarga" og afskrifa skuldir Ítala á sama hátt.   Stærðarmunurinn er slíkur.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband