14.3.2012 | 20:46
Þá er að ausa fé í meiri áróður.
Við erum nú aðilar að EES. Það jafngildir á bilinu 70-80% aðild að ESB.
Íslendingar vita því giska vel hvað felst í fullri aðild að Evrópusambandinu. En Evrópustofan slær eflaust í klárinn og eys fjármagni í "fræðslu". Fjármagni sem annars er lítið af í venjulegum fjölmiðlum okkar Ísa-lands.
Með aðild væru Íslendingar að festa í sessi gallana. Þar stendur hnífurinn i kúnni og á því verður engin breyting. Það á við um sjávarútveg og landbúnað. Opna þyrfti fiskveiðilögsöguna fyrir aðgangi erlendra aðila hjá eyþjóð þar sem tók 1100 ár að ná að nýta hlunnindi sín og auðlind með fullum rétti. ESB veitir þar engan afslátt síðast þegar fréttist. Málið mun aðeins snúast um tímalengd á undanþágum.
![]() |
Evrópuþingið styður aðild Íslands að ESB |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Þjóðir innan esb hafa enga veiðireynslu innan íslensku lögsögunnar þannig að við þurfum akkuratt EKKI að opna. En hinsvegar þarf að semja um flökkustofna eins og makrílinn.
Thor (IP-tala skráð) 14.3.2012 kl. 21:07
Það fer eftir hvaða fiskveiðistjórnunarkerfi þú ert að tala um. Er ekki krafa hjá mörgum um að breyta því?
Þá er m.a krafan sú að til verði ný til ný veiðireynsla en ekki miðað við þá sömu. Fari svo verður veiðireynsla ekki einhver endanlegur fasti.
En endalinan er sú að íbúar ESB. munu eiga sömu möguleika og aðrir.Þó það gerist kannski ekki 1,2,3.
P.Valdimar Guðjónsson, 14.3.2012 kl. 22:00
Hlutfallslegur stöðugleiki tryggir okkur óbreyttan veiðirétt.
Þessi regla verður í samningnum við ESB.
Samningar milli þjóða er jafnhár stofnsáttmálinum.
Ef það á að breyta honum þarf samþykki allra þjóða.. þ.e Ísland hefur neitunarvald.
Sleggjan og Hvellurinn, 14.3.2012 kl. 23:51
Afar sérkennilegt að ræða við grímuklædda nafnleysingja um þessi málefni. Kannski málstaðurinn sé svona viðkvæmur að hann þoli ekki hið rétta andlit.
En alltaf fróðlegt sjá sjónarmiðin þó feimnir séuð um ykkar ásjónu.
Ef samningar um viðkvæmustu málin væru jafn einfaldir og þið útlistið hér, væri þeim lokið. Svo einfalt er það. Sjónarmið sem þessi eru á svipuðu óskhyggjuplani og að með inngöngu og evru yrði íslensk efnahagsmál blómabrekkan ein.
P.Valdimar Guðjónsson, 15.3.2012 kl. 12:48
Heill og sæll Valdimar; jafnan, svo og aðrir gestir, þínir !
Sleggju / Hvellir !
Enn; eruð þið, við sama Heygarðshornið - blekkjandi sjálfa ykkur, sem aðra.
Merkel og Sarkozý gengið; hunzar alla ''samninga'', þar; suður í Brussel, þegar þeim hentar, og stjórna maskínu sinni, af geðþótta einum, frá degi til dags.
Verið menn; til þess að viðurkenna Sovét- skipulagið, þar syðra, og segið Valdimar síðuhafa. sem okkur hinum, hvað raunverulega búi að baki, bjásturs ESB, hérlendis, sem víðar - sem er jú meginmarkmiðið, að komast yfir auðlegðir þjóða, á sem auðveldastan máta.
Nú; þar fyrir utan, telst Ísland vera, óaðskiljanlegur hluti Norður- Amer íku, svo ég taki fram, einn ganginn enn.
Með beztu kveðjum; úr ofanverðu Ölvesi (Ölfusi), sem ávallt /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 12:53
Hann talar um kommunistana hér á síðustu 5 mín! Hverveit sannleikann um Lissabonsáttmálann? Spyr ég.
http://www.youtube.com/watch?v=ez-88_hIrLY&feature=related
anna (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 13:59
Gefum okkur að hlutfallslegur stöðugleiki næst í samningum. Muntu greiða honum atkvæði?
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 14:04
Skylduáhorf fyrir ESB sinna!!!
http://www.youtube.com/watch?v=RUiFKMw92yA&feature=related
anna (IP-tala skráð) 15.3.2012 kl. 14:08
Ef þú spyrð mig sleggja og hvellur. Nei. Til hvers í ósköpunum. "What´s in it for us? " líkt og þær spyrja fyrir bankaránin í káboj myndunum.
Þetta er bara hluti af óróakerfi sem þarf að verða eitt sambandsríki svo hlutirnir virki. Líka allt breytingum háð og þrýst er á hamskiptum sjávarútvegsstefnu sambandsins vegna þess hve brösuglega hún hefur gengið.
Það er ekkert að sækja. Ef við viljum síðan af góðsemi miðla einhverju til þeirra þá er það vel hægt í gegnum EES án þess að fórna nokkru.
Kynntu þér reynsluna í strandbyggðum Skotlands.
"The Common Fisheries Policy not only sets how much fish each Member State is allowed to catch, but the conditions under which it must be caught including the type of net used, how long vessels have to catch the fish and the sizes of fish that can be landed." (The Scottish Government)
Ekki beint aðlaðandi sýn.
P.Valdimar Guðjónsson, 15.3.2012 kl. 22:57
Altso við þurfum ekki misviturt fjölþjóðlegt sambandsríki til að segja okkur fyrir verkum þegar kemur að þessu. Okkur hefur tekist það sjálf.
P.Valdimar Guðjónsson, 15.3.2012 kl. 23:22
Ég veit ekki betur en að Íslendingar eru að flýja land hér á hverjum degi.
Til Noregs og svo restin til ESB landa.
Þannig að það getur ekki verið það slæmt í ESB.
Allavega skárri en á Íslandi..... að þeirra mati.. sem eru þúsundir.
Sleggjan og Hvellurinn, 15.3.2012 kl. 23:23
Það er afar slæmt atvinnuástand í nær öllum löndum ESB. Þar er nú samanburður við Ísland okkar ástkæra klakanum í hag. Langt aftur í tímann. Og jafnvel enn í dag, þó vissulega sé hver % í atvinnuleysi hérlendis skelfilegt.
Við Íslendingar sættum okkur bara ekki við svoleiðis. En mörg lönd ESB virðast bara sætta sig við á bilinu 4-10% árum saman.
Mér er alveg kunnugt um ástandið hér og þetta er erfið afplánun. Af ástæðum sem við þekkjum. En margir mætir menn telja okkur hrista kreppuna fyrr af okkur vegna sveigjanleika hagkerfisins og þess að við stöndum utan Evrusvæðis.
Enginn er á leið þarna inn núna fyrir okkur, nema austantjaldsríki með allt hagkerfi og lífsgæði langt utan okkar veruleika.
Ekki fýsir Svía eða Dani í evru svo dæmi sé tekið.
P.Valdimar Guðjónsson, 16.3.2012 kl. 15:07
Danska krónan er föst við Evruna.
The krone is pegged to the euro via the ERM II, the European Union's exchange rate mechanism.
http://en.wikipedia.org/wiki/Danish_krone
Þannig að tæknilega séð eru Danir með evruna.
Sleggjan og Hvellurinn, 16.3.2012 kl. 19:54
Mér var kunnugt um það. En það er öðru hvoru umræða um fulla aðild að evruklúbbnum. Sú umræða fer ekki fram núna. Með þessu fyrirkomulagi er auðveldara fyrir Dani að segja sig frá, en að vera læstir að fullu inni í samstarfinu.
En þeir eru heldur ekki veiðimannaþjóðfélag.
P.Valdimar Guðjónsson, 16.3.2012 kl. 20:31
Ef við viljum vera veiðamannaþjóðfélag til framtíðar.... þá hentar ESB ekkert sérstaklega. Enda er Össur, Marel og CCP flutt eða að fara að flytja úr landi.
En ég vill þjóð minni eitthvað meira en það.
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2012 kl. 11:13
Komið þið sæl; á ný !
Sleggju / Hvellir !
Fari; Össur - Marel og CCP Andskotans til, geti þau ekki unnið, á hógværum íslenzkum grunni - en vilji þjónka frekar, mikilmennsku brjálæði sínu, í útlöndum, héðan af.
Lítið; við fyrirtæki að gera hér, sem geta ekki ákveðið sig, til hvers lands þau vilji sig telja, að nokkru, Sleggju / Hvellir.
Tek undir; með Valdimar síðuhafa, í meginatriðum, vitaskuld.
Með; ekki síðri kveðjum - en þeim fyrri /
Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.3.2012 kl. 13:44
'Eg átti við þær sveiflur sem geta verið hér í tekjum þjóðarbúsins. Sagan sýnir okkur það aftur í tímann.
Fiskur sem heitir makríll er t.d. að bjarga andliti ríkisstjórnar Steingríms og Jóhönnu sem og ríkissrekstrinum sem tekjuauki. Einnig stabill sjávarútvegur (þó umdeildur sé) sem og góð aflabrögð. Við þurfum á öðru að halda en pjattrófuhátt á því að viðurkenna staðreyndir hvað er enn undirstöðuatvinnuvegur þjóðarinnar. Slorlyktin er ekki farin. Hjálpi okkur þá.
Einnig eru að spretta upp ný útflutningsfyrirtæki og tækifæri á mörgum sviðum vegna stöðu krónunnar. Þar er deigla í gangi í ólíkum greinum þó ekki fari hátt. Við flytjum út æ fjölbreyttri vörur ár frá ári. Er það tengt ESB nú? Ekki hve það er arðbært allavega. Við vitum alveg hvernig Evran leikur útflutning landa sem sýna frávik frá þeim stærsta. Altso Þjóðverjum sem evran er fyrst og fremst stillt fyrir.
Þessi fyrirtæki sem þú nefnir kvarta hvað hæst yfir lagalegu og skattalegu umverfi. Sem er ómarkvisst og síbreytilegt hjá þeim sem ráða.
P.Valdimar Guðjónsson, 17.3.2012 kl. 15:47
Ekki trúa mér. Sjáum hvað þessi fyrirtæki segja.
Marel
Össur
CCP
Sleggjan og Hvellurinn, 17.3.2012 kl. 17:20
Ertu á styrk frá Evrópustofunni?
Við erum eiginlega komnir aftur að fyrirsögn þessa pistils. Hvur veit. Meiri áróður og nú þarf að slá í klárinn samkvæmt könnunum. Nafnlaus sleggja með stöku hvell getur sagt mér hvað sem er.
Menn sögðu svo margt enn í losti 5 mínútum eftir hrun. Ískalt hagsmunamat og meiri hagsmunir fyrir minni. Leggjum þessa milljarða sem borga þarf árlega til sambandsins ef af inngöngu verður til nýsköpunar. Það mun nýtast betur beint og milliliðalaust vinnufúsum íslenskum höndum.
P.Valdimar Guðjónsson, 18.3.2012 kl. 00:08
Þessi fyrirtæki eru á sömu skoðun varðandi ESB enn í dag.
Jón Sigursson sagði að krónan væri fílinn í stofunni
http://mbl.is/vidskipti/frettir/2012/02/15/kronan_er_fillinn_i_stofunni/
STjórnarformaður Marel segir að krónan er geðveiki
http://www.visir.is/ottast-ad-marel-thurfi-ad-fara-ur-landi/article/2012703039923
Ég er ekki á styrk frá neinum. Ég er einfaldlega að benda á staðreyndir og fara með sannleika hér á blogginu.
Ég er að berjast fyrir betri lífskjör fyrir Ísland og Íslendinga.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 00:28
Ástæðan fyrir að ég kom með þessa linka á nýlegar fréttir var vegna þess að einu rökin þín voru að hinir linkarnir voru aðeins eldri.
Þannig að ég skaut þessum rökum þínum í bólakaf með nýjum fréttum.
Verði þér að góðu.
Sleggjan og Hvellurinn, 18.3.2012 kl. 00:29
Ég geri mer alveg ljóst að fjöldi fólks er hlynntur aðild. Mikill meirihluti er það ekki samkvæmt skoðanakönnunum.
Báðir aðilar færa fyrir sinni skoðun rök. Líka við. Oft séð minni og meira létt vigtandi rök hér á netinu en hjá okkur.
En þette klýfur þjóðina í herðar niður og þetta er aðein byrjunin. Nú er kalda stríðið í raun byrjað aftur. Hvernig þetta kemur til með að lita allt samfélagið og fjölmiðla svipar mjög til þess.
P.Valdimar Guðjónsson, 18.3.2012 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.