Hví eru Thorsarar ósáttir?

Ţetta var hin prýđilegasta mynd.    Myndmáliđ og flćđiđ var betra en oft gerist í íslenskum myndum. Ţarna var gengiđ nokkuđ rösklega og útúrdúralaust til verks eins og vera ber í heimildarmyndum.

Sérkennilegt ađ frćndurnir  Björgólfur Thor og Guđmundur Andri séu báđir ósáttir viđ útkomuna.

Mér fannst koma vel út ađ tengja nútíđ og fortíđ Thorsara í rekstri og umsvifum.     Reyndar er ţar flestallt gjörólikt í ađferđum og viđskiptaháttum.  Slíkt hefur ekki allt međ ofvirka útrásargosa nýliđins tíma ađ gera.   Svona hafa tímarnir breyst.  En áhugi  yngri kynslóđarinnar var samt greinilega meira drifinn af grćđgi og gróđafíkn.   Hjá hinum eldri var ósvikinn ástríđa fyrir atvinnuuppbyggingu og framleiđslu sem skilar arđi og gjaldeyri. Hvergi látiđ bugast ţrátt fyrir áföll.

En ţessi beinskeytta nálgun Dananna á nútímanum lýsti ástandi síđustu ára býsna vel.   Bent hefur veriđ á ađ Forseti Íslands sást oftar í mynd heldur en nánustu ađstođarmenn Björgólfs Thors.    Ţađ segir ýmislegt.

Hinar gömlu svart-hvítu myndir sem mér skilst ađ margar hafi komiđ úr Thorsfjölskyldunn,i voru augnakonfekt og stórmerkar heimildir.

Nútíminn er alltaf snúnari viđfangs í mynd sem ţessari.   Hvađ ţar er satt eđa logiđ veit ég ekki út í hörgul.   Mér skilst ađ einn viđskiptafélagi Bjórgólfs  í  Rússlandi hafi ađra sögu ađ segja um hvernig ţetta allt byrjađi.

Meira uppgjör bólu og hrunstímans bćđi í mynd og sagnfrćđi  mun sjást á nćstu árum.    Ađ mínu mati fer betur á ađ útlendingar komi ţar einnig ađ.     Allavega sé ćtlun ađ gera hlutlausa úttekt.    Íslendingar eru flestir ófćrir um slíkt.  Ţetta tímabil og afleiđingar ţess tengist á einhvern hátt inn í flestar fjölskyldur landsins.   Bćđi međan á ţví stóđ.  Og síđan í glímu viđ afleiđingarnar.


mbl.is Ósáttur viđ mynd um Thorsara
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband