Gylfi, þeir hafa nóg annað að gera.

Vandi ESB  er nógu mikill og forystumenn þar eiga eflaust nægum hnöppum að hneppa í sínum vandamálum.

Í raun er þar verið  á íslenskum skala fyrir hrun.      Á tímabili gengu bankar og fjárfestar með fjármála og sjóðaryksugur hér yfir landið.  Eirðu engu og engum.    Tæmdu sjóði einstaklinga, félaga og fyrirtækja í braski.  Skipulega.

Nú var síðast í gær horft löngunaraugum af ESB til olíusjóðs Norðmanna.      Kannast einhver við þetta?   Þarf að segja meira ?


mbl.is Biðja á um aðstoð vegna krónu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Já það þarf að segja meira.

Um hvað ertu að tala drengur?

Ertu að setja ESB á sama stall og útrásarvíkingar á Íslandi?

Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 12:31

2 identicon

Heill og sæll Valdimar; jafnan - sem og aðrir gestir, þínir !

Sleggja og Hvellur !

Svo vel; þekki ég til Valdimars bónda í Bæ (Gaulverjabæ), að ekki lætur hann neitt fleipur frá sér fara, að öllu jöfnu - að minnsta kosti, er meiri yfirvegun, að baki skrifa Valdimars, en ykkar, hinna þýlindu attaníossa Evrópska nýlenduvelda bandalagsins, piltar.

Ég hefi þekkt Valdimar; í liðlega 20 ár - og að góðu einu, sem allt hans fólk, og orðvarari mann er vart að finna, í okkar samtíma, hygg ég vera.

Síðan; vil ég benda ykkur á - einn ganginn enn, Sleggju/Hvellur, að Ísland er óaðskiljanlegur hluti Norður- Ameríku - ekki; hinnar ört hrörn andi Evrópu, vandræða álfunnar í austri, sem bíður þess reyndar, að verða réttmætur hluti Asíu á ný, undir leiðsögn : - Rússlands - Kazakhstan - Kína - Mongólíu - Indlands, auk fleirri góðra plássa, þar eystra, sem kunnugt er.

Með beztu kveðjum; austur yfir fljót / sem víðar, um grundir

   

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Fyrir þá sem þekkja Valdimar ekki neitt þá er þessi færsla hjá honum alveg óskiljanleg.

Svo hefur enginn verið að tala um Mongólíu svo ég viti. Þannig að svar þitt er alveg útí bláinn miðað við umræðuna hérna.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.10.2011 kl. 13:18

4 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ég var að meina vanda bankanna og þeirra Evruríkja sem í hvað mestum vanda eru.   Hagkerfin innan sambandsins eru gjörólík og nú kristallast sá vandi sem margir spáðu.

En það skiptir engu máli hverjir spáðu hverju.    Ríkin sunnar í álfunni hafa verið í þykustuleik síðustu árin.   Ímyndað sér að þeir væru Þjóðverjar.  Enda Evran stillt fyrir þá aðallega.  En Þýskaland lang stærsta hagkerfið.

Afleiðingin er síðan lifnaður, eyðsla almennings og efnahagsstjórn mjög lík því sem var hér fyrir hrun.  Sótt er í alla sjóði sem hugsanlegir eru.  Nú síðas biðlað til Kínverja, og Norðmenn hafa verið nefndir.

Þetta er líkt vegna þess að búið er að eyða um efni fram.  

Nú er t.d. sótt eftir súrefni  ( skotsilfri )  í fjölda risastórra banka á meginlandinu sem komnir eru  í öndunarvélar.          

P.Valdimar Guðjónsson, 26.10.2011 kl. 13:29

5 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Kínverjar hafa verið nefndir.  Og Norðmenn svo dæmi séu nefnd. 

En ekkert af þessu getur virkað fyrr en stofnað hefur verið eitt sambandsríki.  Með samræmda efnahagsstjórn.

P.Valdimar Guðjónsson, 26.10.2011 kl. 13:31

6 identicon

Komið þið sælir; að nýju !

Sleggju / Hvellir !

Vitaskuld; er Mongólía réttnefnd, í hinu víðasta Asíska samhengi.

Verið menn til að viðurkenna; að dagar hinnar eiginlegu Evrópu, eru senn taldir, fyrir sakir skrifræðis- og fjárplógs glópsku, ESB stjóranna.

Og; reyndar löngu tímabært, að skaginn (Evrópa), hverfi á ný, inn í hinar Asísku víðáttur, svo sem.

Vitanlega; hinar umsvifamestu umbyltingar og rót, síðan á Þjóðflutninga tímabili 4. - 6. alda, sem kunnugt er.  

Reynið nú ekki; einn ganginn enn - að snúa út úr meiningum mínum, þó ykkur skorti víðtækari röksemda færzluna, piltar.

Með; þeim sömu kveðjum - sem fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 26.10.2011 kl. 13:45

7 identicon

Segum okkur noregskonungi á hönd strax.

Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 00:42

8 identicon

Sælir; á ný !

Ekki að ræða það; Davíð minn. Haraldur V.; er valdalaus gufa - og þar fyrir utan, eigum við fátt sameiginlegt, með Norðmönnum, ágæti drengur.

Einhvers konar Cantóna; í Sviss - eða þá, Khanat, austur í Kazakhstan, væri vænlegri kostur / jafnvel; Kanadískt fylki.

Með; ekki síðri kveðjum - en öðrum fyrri /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 30.10.2011 kl. 00:51

9 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Ævinlega gaman að sjá ykkur félagar.   

Ekki ætla ég að halda því fram (þó ég teljist eflaust hafa ákveðna lífsskoðun)  að allt hafi verið býsna gott í fortíðinni.  Hvorki stjórnarfar, áherslur né leiðarstef ráðamanna.

Held þvi samt fram að flestallt hafi gengið hér býsna vel.   Þjóðin er dugleg og útsjónarsöm, fái hún að njóta sín.        

Málum var klúðrað hér stórt.  Það er ljóst.   

En í stórum dráttum hefur okkur vegnað vel.   Innviðir eru sterkir.    M.ö.o.  Vér getum.      Því er engin ástæða til að breyta um kúrs.   

Þetta eru skemmtilegar vangaveltur hjá ykkur Davíð og Óskar.   Þú er búinn að fara býsna vítt um heiminn Óskar.    Óneitanlega leitum við nú til Noregs Davíð.   Eru ekki sjö manns að fara þangað á degi hverjum?

Persónulega var maður etv. með svona pælingar eftir "guð blessi.."  ræðu Haarde , en ég sé enga ástæðu lengur.    Tel okkur vel stödd þar sem við erum í heiminum.    Aðalmálið er hvort við og ráðamenn getum eða höfum eitthvað lært.   Og hvort sá lærdómur heldur til framtíðar.

P.Valdimar Guðjónsson, 30.10.2011 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband