Verðhækkun íbúðarhúnæðis.

Verðhækkun íbúðarhúsnæðis á höfuðborgarsvæðinu er illskiljanleg.    Fréttir í liðinni viku gáfu þessa staðreynd til kynna.

Líkt og margt annað hérlendis finnst mér það ekki í takti við raunveruleikann.   Allir vita hve gnótt húsnæðis  var byggt í bólunni miklu.   Langt umfram þarfir næstu árin.      Því ætti húsnæði að lækka við allar eðlilegar aðstæður.       Sú lækkun myndi síðan veita kaupendum síns fyrsta húsnæðis, og fleirum, tækifæri aftur á ný.

Ástæður þessa er spil og plott hins nýja bankakerfis.   Nýju bankarnir hanga á eignum sínum. (íbúðar og iðnaðarhúsnæði)  .      Setja það ekki út á markað nema í hæfilegum skömmtum.  Allt til að fegra eigið bókhald , vernda og bæta stöðu sína í reikningum.

Slíkt hélt ég að allir hefðu fengið nóg af.   Það verður að ganga útfrá hlutunum eins og þeir eru.  Mæla rétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband