Landamæri þjóða.

Við hjónin heimsóttum austurhluta Þýskalands fyrir skömmu. 

Það var eftirminnilegt.  Gistum við landamæri Tékklands í gamla austur - þýskalandi.  Í fallegum bæ sem heitir Oydin. Þetta var viku af október og haustlitir trjánna undurfallegir í hinum "gullna október" sem Þjóðverjar kalla. Yfirleitt er sá mánuður þurrviðrasamur að sögn innfæddra öfugt við veðurfar í október hér á suðurhelmingi Íslands. Undantekningin er sl. haust sem var fádæma gott og blíðviðrasamt hérlendis og alls ekki blautt. Á fallegum útsýnisstað mátti vel sjá til þriggja landa. Þýskalands, Tékklands og Póllands.

Þetta svæði var mjög lokað á kaldastríðs tímanum, en á í dag mikla möguleika vegna náttúrufegurðar.  Íslenskar ferðaskrifstofur hafa ekki mikið verið á ferðinni á þessum slóðum og meira beint hópum um Rínardalinn fram að þessu.

Bændabýlin, byggingar og tækin eru ekki jafn vegleg og í vestur- hlutanum.  Sjá má enn leifar kyrrstöðu tímabils Kommúnismans.  En margt hefur batnað.  Ég sá til dæmis stóra nýlega Fendt traktora á ökrum.  Bændur voru mikið í Maís-inum um þetta leyti og víða stórir akrar.  

Gríðar stórar vindmyllur vöktu athygli manns og er þeim greinilega plantað hvar sem við verður komið.

Tékklands megin má sjá hús sem eru greinilega í Þýskum stíl.  Vegleg hús með háu risi.   Ástæðan er sú að í undanhaldi Þjóðverja í lok stríðsins voru þýskir íbúar hraktir úr húsum sínum og landareignum.  Húsin tekin. Hertóku eigur þeirra. Gömlu landamærin færðust því til.     Af þessu öllu eimir enn. Íbúar eða afkomendur fólks sem bjuggu í þessum húsum lifa enn svo dæmi sé tekið.  Segja kunnugir að viss spenna sé enn innan ESB milli þessara ríkja og fleiri.  Við þekkjum líka úr sögunni að afleiðingar styrjalda geta varað ótrúlega lengi meðal fólks.

. _yskaland_2010_052.jpg

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ragnar Geir Brynjólfsson

Athyglisverð frásögn Valdimar.

Ragnar Geir Brynjólfsson, 13.11.2010 kl. 11:28

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Takk fyrir innlitið Ragnar.

P.Valdimar Guðjónsson, 14.11.2010 kl. 11:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband