Þegar gítarinn talar.

Snillingar í tónlist geta beitt hljóðfærum sínum svo göldrum líkist.  Þeir eru ekki margir enda væru þeir þá ekki snillingar heldur einungis góðir eða miðlungs hljóðfæraleikarar.

Ég held mikið uppá tónlist skosku sveitarinnar Big Country. Fór að pæla í þessu þegar ég hlustaði aftur á tónlist hljómsveitarinnar eftir smá hlé.  Hápunktur hennar í vinsældum var á árunum 1983 til 1990.Í fyrstu þóttu þeir jafnvel betri en U2 og náðu viðlíka vinsældum.

En það eru fáar rokkhljómsveitir sem endast og eldast vel.  Ég get nefnt tvær sem eru undantekningarnar sem sannar regluna.   Rolling Stones og U2 sem dæmi. (Reyndar munur á þeim sveitum í aldri)

Ástæða þess að Big Country náði ekki sömu hæðum og fyrrnefndar sveitir er líklega alkahólismi forsprakkans Stuart Adamson sem leiddi hann til dauða.  Einnig sú staðreynd að þeir voru kannski ekki alltaf þeir útpældustu í textagerðinni. En hljómurinn (sekkjapípusándið)  er einstakur og hefur ekki verið endurtekinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband