Hey.

Sá galli fylgir sumum tegundum nútíma og jafnvel eldri tíma orkueyðslu að úrgangur fylgir. Á okkar tímapunkti í sögunni kemst fátt annað að en mengun andrúmslofts og hlýnun í kjölfar þess. Ég gleymi aldrei fána fyrir utan hótelglugga í London fyrir 33 árum. Hann var svartur af kolaryki bara við að blakta. Líkt og hefði verið stappað á honum útá stétt.
En margt hefur breyst á þessum árum. Síun á pústi/ útblástri frá nýlegum dísil og bensínvélum er orðin mikil í dag frá því sem var - hér í Evrópu og á Vesturlöndum. Slíkt vill gleymast.
Vandamálin eru tengd milljarða þjóðunum sem teljast stærstar í öllu samhengi. Þau eru sultuslök yfir öllu sínu ólofti og mengun. Indverjar , Kínverjar og fleiri stórþjóðir. Mest tengt ósíuðuðum kola, iðnaðar og farartækja útblæstri.

En hvernig voru samgöngumálin í borgunum fyrir segjum 130 – 200 árum. Var engin mengun ?

Megin forsenda þess að borgir tóku að stækka mikið var ein uppgötvun sem lét lítið yfir sér og hefur ekki verið flaggað mikið í borgunum sjálfum. Þessi bylting var meira tengd við fæðuöflun á kaldari svæðum jarðar og skipti ekki bara einhverju heldur öllu máli á ísaköldum svæðum líkt og til dæmis Íslandi.

HEY.

Ekki bara gátu kaldari svæði jarðar byggst mannfólki smá saman vegna heysins. Borgir gátu líka farið að stækka.

Ástæðan var einföld. hægt var að þróa samgöngutæki um borgirnar sem knúin voru eldsneyti sem heitir HEY. M.ö.o hægt var að halda hesta í “ norðlægari” borgum.
Farartækin / flutningatækin voru að sjálfsögðu hestvagnar, en til að setja stærðir í samhengi voru íbúar í London kringum 1850 og nokkru síðar orðnir rúmar fjórar milljónir. Hestafjöldinn í borginni var á sama tíma orðinn kringum 50.000 talsins.

En því fylgdi “mengun” innan gæsalappa. Það kallast hrossaskítur á íslensku sem var eðlilegur fylgifiskur þessa hrossafjölda sem “knúðu” hestvagna til flutnings á fólki og vörum á steinlögðum strætum stórborga t.d. London og New York. Fyrr á öldum höfðu bændur í nágrannabyggðum tekið þessum fína áburði fagnandi, en þarna hafði enginn undan að flytja magnið í burtu sem safnað var í hauga.

Í upphafi ljósmyndatækni voru myndir úr stórborgum yfirleitt sparilegar sólarmyndir af sópuðum strætum og torgum. Rakst á þessar myndir sem sýna hvernig þetta gat þó orðið þegar ekki hafðist undan að hreinsa til. Ef eitthvað er að marka mínar heimildir var árið 1894 orðin raunveruleg “krísa” með úrganginn. Þetta vandamál leystist þó af sjálfu sér með nýrri tækni, nokkrum árum síðar . Þá komu nefnilega til sögunnar bæði bílar og sporvagnar.
——————————-
D3C2C4C7-B70B-4E3C-A354-EE7EB73BAAB5


Sparnaðarráð.

Innlegg í sparnaðinn væntanlega hjá Kristrúnu forsætisráðherra.  

Sendið þetta fólk heim til sín.   Erlendir ríkisborgarar ( 1/3 fanga á Íslandi) geta annaðhvort afplánað dóma i sínu heimalandi sem hafa alvarlegustu brotin á samviskunni.  Hinir glæpamenn ( með vægari dóma)  mættu fá 10 - 20 ára strangt bann á endurkomu hingað til lands.  Úr landi með fólkið. 

Óþarfi  að vísa einungis flóttamönnum úr landi.


mbl.is Aldrei fleiri útlendingar afplánað dóm á Íslandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lífeyrissjóðir taka þátt í kjaraskerðingu.

Taka má þann pól = að lífeyrissjóðir sem eru stærstu eigendur stærstu verslanakeðja landsins haldi uppi háu vöruverði / matarverði.  

Eru þeir réttu aðilarnir til að okra ?  Maður spyr sig. 

Stundum þurfa nú stórir stöndugir aðilar að halda aftur af sér ( hækkunum).


mbl.is Engin umræða um verðhækkanir erlendis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ótrúleg mynd.

Þær gerast ekki stórbrotnari myndirnar.

Til hamingju Gunnar Freyr. 

Þetta flokkast ekki sem hlýtt augnaráð.  Telst eldheitt og 

stórhættulegt.


mbl.is Íslendingur valinn ljósmyndari ársins í New York
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefið þeim frið.

Lofið stöllunum bara að ljúka þessu fréttamenn. 

Eða sleppið að svara konur.  Það virðist verða krónískt hja flokkum sem hafa verið lengi i stjornarandstöðu að gleypa alla hljóðnema sem beint er að þeim.   Öll athygli er nefnilega svo góð. 
Nú eru viðkomandi í annari stöðu.  Mikil vinna er framundan.  Úr fortíðinni hafa stjórnmálamenn yfirleitt lokað sig af við þetta verk.  Er trúlega besta aðferðin. Ekki hver og einn að segja til um ganginn. 


mbl.is Fundur hafinn í Smiðju
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gleymdist að ræða orkuverð.

Ekki farið mikið fyrir umræðu um rafmagns og orkuverð til almennings í þessu landi.

Í orkukreppu Evrópu síðustu ár kristallaðist hversu vel sett við vorum á Íslandi.  Stríðstímar og óvissa í öðrum heimshlutum þrykkti upp orkuverði á meginlandinu samstundis.

Á meðan ríkti hér stöðugleiki á heimilum og hjá minni fyrirtækjum (hvað þennan útgjaldalið varðar)  - í öllum samanburði við nágrannalöndin.        Í því felast lífsgæði og öryggi hvað snertir afkomu fólks.   Í stuttu máli jafnaði það allan samanburð á framfærslu Íslendinga miðað við erlendis .   M.ö.o slíkt eru líka peningar í budduna.

Forstjóri Landsvirkjunar hefur getið þess í viðtölum að orkuverð "eigi " að vera hátt á Íslandi.     "Dýrt eins og til dæmis fiskur ...! " , sagði hann í viðtali við RÚV fyrir nokkru.

Amen.     

Og ekki stóð á því. Hann og væntanlega stjórn Landsvirkjunar hefur hækkað verðið um heil 25%  á stuttum tíma síðustu mánuði.      Klæjar greinilega í lófana að hækka enn frekar.

Umræða um þessi mál hefur ekki verið fyrirferðarmikil í kosningabaráttu 2024.

Það er forgangsmál að almenningur njóti áfram hagstæðs orkuverðs.  Það hefur í nokkra áratugi verið einkenni íslensks neyslu og fjármálaumhverfis.

Leið Norðmanna, þess orkublindfulla samfélags er víti að varast hvað varðar verð á rafmagni til almennings.  Það er rándýrt m.a. vegna þess að  braskarar og fjárfestar fá að ráða för.


mbl.is Samið um kaup á 28 vindmyllum á 20 milljarða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsti forseti Alþingis.

Að líkindum er Dagur á leið að verða forseti Alþingis, ef ráðherrastóll er ekki í boði. 

Hvort Kristrún hefur gaukað því að honum skal ósagt látið, en ef himinskaut Samfylkingar í fylgi halda í næstu kosningum verður flokkurinn í stöðu til að ráðstafa embættinu.

Dagur fengi ráðherralaun, en þó ekki ráðuneyti.   Semsagt öll hæfilega ósátt, eins og stundum gerist í pólitík. En Kristrún virðist enn einbeitt um væntanlega titla Dags.  Verður þó trúlega beitt ákveðnum þrýstingi af sumum flokksfélögum að gera hæfilega  vel við fyrrum stjóra.


mbl.is Degi var brugðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Steingrímur Jónsson rafmagnsstjóri.

BCF8355C-8E3E-44B7-99A8-138C3B72B529 

Í Kastljósi kvöldsins 3.október 2024, var umfjöllun um Elliðaárnar og þekktur amerískur sjávarlíffræðingur og þáttagerðarmaður fullyrti að hvergi finndist tær laxveiðiá í miðri borg með villtan “orginal” stofn af norður Atlantshafslaxi.

Steingrímur Jónsson hét maður og fæddist í Gaulverjabæ árið 1890 (alls óskyldur mér). Faðir hans Jón Steingrímsson sem var prestur hér á bæ, lést ungur af berklum ári síðar og flutti ekkja hans til Reykjavíkur. Hún giftist síðar útgerðarmanni á Vestfjörðum og ólst sonurinn þar upp.

Frændi Steingríms hafði flutt vestur um haf og hét Hjörtur. Kallaði sig Chester Thordarson. Hann varð náinn samstarfsmaður Edison um árabil og einn af kunnustu rafmagnsverkfræðingum við þróun rafmagnsins í USA.
Móðir Steingríms sendi soninn til mennta og afrek frænda þar ytra voru honum eflaust hvatning, því hann varð einn af fyrstu Íslendingum til að nema rafmagnsverkfræði. Árið 1919 hafði hann unnið tvö ár í Svíþjóð en hugðist flytja til Bandaríkjanna með Láru konu sinni, gott atvinnutilboð var í vasanum. Þar var allt að gerast.
Þá barst þeim símskeyti sem eiginkonan sagði síðar þá bestu jólagjöf sem þau höfðu fengið. Honum var boðin staða rafmagnsstjóra í Reykjavík sem hann þáði strax frá Knud Zimsen borgarstjóra.

Fyrstu verkefni Steingríms voru tengd virkjun Elliðaáa og uppbyggingu rafveitu. En hann sá ekki bara kærkomið rafmagnið sem veitti ljós og yl með tækniundrum. Honum er þakkað af samtímamönnum að tókst að bjarga og halda laxastofninum þrátt fyrir virkjun og stækkun hennar síðar í tveimur áföngum. Auk þessa lét hann fljótt hefjast handa að planta trjám á svæðinu, sem leynir sér ekki í dag rúmri öld síðar.
Afrekalistinn var langur og karlinn greinilega sívinnandi. Hann kom að Sogsvirkjunum öllum, auk annara virkjana víða um land. Steingrímsstöð er kennd við hann.

Heimilið var erilsamt og á fyrstu árunum varð rafmagnið auðvitað ómissandi um leið og það var komið og tengt.
Kona ein hafði samband og kvartaði sáran yfir rafmagnssleysi í bænum, en þá varð einhver bilun. Hún sagðist rétt nýbyrjuð að elda matinn. Eiginkonan Lára bauð henni og eiginmanni þegar heim til sín í mat og reyddi fram dýrindis kalt hlaðborð , segir sagan. Kvörtuðu þau ekki meir.

Steingrímur hafði taugar hingað að Gaulverjabæ þar sem faðir hans var vinsæll og vel liðinn prestur. Hann færði Gaulverjabæjarkirkju rausnarlega gjöf fyrir tæpum 70 árum. Það var rafmagnskynding og ofnar sem leystu af hólmi stóra kaminu og kolaofn.
Hann lést árið 1975.


Hryggilegar fréttir.

Trúlega bara munað millimetrum eða hársbreidd að skemmtilegheitin í borginni - yrðu á pari við hryðjuverk í Þýskalandi. 

Sem betur fer fór betur en þar ytra. Þó er ekki útséð með öll fórnarlömb.  Þessi hnífaburður og stungur hjá ungum strákum er verulegt áhyggjuefni. Vonandi finnst það fleirum en mér. 
Væri nú allt í lagi að kanna hvað veldur og kveikir þetta rugl. 


mbl.is Þrjú ungmenni stungin í miðbænum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Opna faðminn.

Nú er ég hættur að skilja. 
Hvað er svona flókið ?

Ef einhverjar þjóðir eru meira en velkomnar í NORÐURlandaráð - Þá eru það Grænland og Færeyjar. Punktur. 

Það er mín skoðun, hér ætti að vera opinn faðmur og það fyrir löngu. 

Eru hér nýlenduveldis - eftirhreitur ?  Spyr sá sem ekki veit.


mbl.is Færeyingar hóta afleiðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband