31.5.2019 | 23:58
Lýðræðislegi viljinn já.
Ef að hægt verður nú að samþykkja á Alþingi Orkupakka 3 gegn vilja meirihluta þjóðarinnar, (og þykir mörgum sjálfsagt).
-Þá verður leikur einn að samþykkja sæstreng líka gegn vilja sama meirihluta þjóðarinnar.
Hvað sem hin annars ágæta Áslaug Arna segir.
![]() |
Valdið hjá Alþingi óháð fyrirvörunum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.5.2019 | 23:04
Spyrja þarf alþingismenn einfaldrar spurningar.
Landsvirkjun iðar í skinninu að lagður verði sæstrengur. Það hefur ekkert farið leynt á ársfundum fyrirtækisins.
Breski fjárfestirinn segir allt klárt. Fjármögnun tryggð í streng milli Íslands og Bretlands.
Það er því fráleitt að halda því fram að slíkt sé fjarlægur möguleiki. Jafnvel þó slíkt gerist kannski ekki á morgun eða næsta ári.
Forsætisráðherrann segir enga hættu af samþykkt orkupakka 3 því neikvæðar hliðar hans virkjist eigi meðan enginn sé sæstrengurinn.
Væri nú ekki ráð að kanna þau mál. Auðvitað skiptir þetta öllu máli.
Spyrjið nú þingmenn út í þetta fjölmiðlar góðir. Stefnu þeirra og flokka þeirra varðandi sæstreng punktur. Hef rökstuddan grun um að þrælmargir / mörg séu bara virkilega "svag" fyrir strengnum.
Það er bara of seint, ákvörðunarfælni, og undir rós þetta tal um "sjálfstæða ákvörðun alþingis". Það fylgir lóðbeint því hvort þetta stóra þingmál sé fýsilegt (eða óhætt) að samþykkja nú.
![]() |
Tengjast ekki Landsvirkjun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 1.6.2019 kl. 09:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
7.5.2019 | 22:47
Fóstur - eyðing ?. Varla.
Þessi mynd er skjáskot af vefnum. Hún sýnir 22 vikna barn í móðurkviði.
Ég er hlynntur sjálfsákvörðunarrétti kvenna og fóstureyðingu á fyrstu stigum (vikum) í neyð.
En þessi aldursmörk eru annað og meira. Hér er meira en fóstur, heldur líkt og sést, ótrúlega DNA líkamlega mótaður einstaklingur.
![]() |
Greiða ekki atkvæði fyrr en í næstu viku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 22:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2019 | 16:05
Kúba norðursins ?
Er komið að þeim tímapunkti í umræðunni?
Það var nú sagt af öðru tilefni; samþykkið eða - þá verða hér viðskiptakjörin slæm og umhverfið líkt og við værum Kúba norðursins. Verður það aftur sagt?
Ónefnt stórt ríkjabandalag beitti töluverðum þrýstingi. Ekkert af fyrrnefndu gekk eftir, nema síður væri.
![]() |
Höfnun hafi alvarlegar afleiðingar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)