31.1.2021 | 12:00
Ofbeldi alltaf skammarlegt.
Ef við útvíkkum ofbeldi og hótanir af þessu tagi aðeins útfyrir pólitík.
Alvarlegasta atvik af þessu tagi er líklega sýruárás (fyrir ca áratug) á þekkta konu í íslensku viðskiptalífi. Það á tröppunum heima hjá henni.
Athyglisverð voru ummæli Dags B. Eggertsonar hjá Sigmari í Silfrinu. Hann rifjaði upp að ekki hefði náðst samstaða hjá öllum í Samfylkingunni að fordæma árásir og mótmæli við einka heimili fólks fyrir 10-12 árum. Hverjir voru það? Vill ekki einhver lipur fjölmiðlamaður finna útúr því? Er þetta angi af sömu upprifjun og Kristrún Heimisdóttir setti fram? Erfitt að skilja öðruvísi en að einhver hafi haft þá skoðun - að viðkomandi ætti hreinlega slíka útreið skilið.
Málið er einfalt í mínum augum. Þetta er skammarlegt. Hver sem á í hlut - og hvar sá er staddur í pólitík, sem verður fyrir svona löguðu.
Í meirihluta tilvika sem þessa gengur glæpamaður vart heill til skógar. Það breytir samt í raun engu, gjörðin er söm.
![]() |
Ávallt skal taka hótanir alvarlega |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 12:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.1.2021 | 14:16
Nýir fá tækifæri.
Hvaða handboltalandslið hefði ekki saknað eins af bestu í heimi (Aron) ? Og efnilegasta yngri leikmanni í handboltanum ? (Haukur) Munar um minna.
En.
Aðrir fá í staðinn tækiærin. Vonandi nýta efnilegir strákarnir sér það. Hæfileikarnir eru sem fyrr sannarlega til staðar. Leikir hinsvegar fljótir að tapast ef flot og spil höktir eða lendir í klóm hávaxinna varna hjá bestu liðum. Okkur vantar nokkuð uppá hæðina.
Aron er hinsvegar leikmaður sem getur breytt gangi leikja með mörkum uppúr "engu" . Því miður fáir á því "kaliberi" hjá okkur.
Allt stefnir í topplið hjá okkur, en vart við því að búast á þessu móti. En hver veit?
![]() |
Sömu sextán leikmennirnir gegn Sviss |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2021 | 16:40
Byltingarmaður í allra jákvæðustu merkingu.
Kom að fyrstu spjallforritum. Fyrstu bankaviðskiptum á Neti. Fyrstu hönnun Youtube, þannig má endalaust telja. Seldi hinsvegar sína hluti á hárréttum tímapunktum og mok- græddi.
Er feiknarlegur " visioner" . Meira en íslenska orðið frumkvöðull eiginlega.
Lagðist ekki í leti með gróða sinn. Elti drauma sína og hugmyndir. Meira en það - kom þeim í verk.
Hann er hinsvegar líkt og flestir á þessu " kaliberi". Eflaust ekkert alltaf auðveldur í samstarfi.
![]() |
Úr einelti í efnaðasta mann heims |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.1.2021 | 14:12
Elja Elon Musk.
Las æfisögu Elon, hún er mögnuð, átti hann þá enn þrjú ár í fimmtugt.
Hver þessi maður eiginlega?
Frumkvöðull er of venjulegt. Hann er meira "sjáandi" á ákveðinn hátt.
Hugsanlega misstígur hann sig einhvern tímann, en það hefur ekki gerst enn.
En afrekalistinn lengist stöðugt.
Stiklað á sumu.
1. Í árdaga Nets hönnun spjallforrita. Kom einnig að þróun youtube.
2. Þróaði forrit fyrir bankaviðskipti á netinu líkt og við þekkjum þau i dag og öllum þykir sjálfsagt. Þótti í upphafi framandi hugmynd að sjálfsögðu.
3. Auðgaðist á þessu og fleiru tengdu tölvuheiminum en seldi á hárréttum tímapunkti.
4. Kvaðst vilja breyta því hvað bíll er. Rétt eins og sími væri ekki lengur tól með snúru fest á vegg. Tesla bílamerkið varð til. NB það er fyrsti nýi bílaframleiðandinn í USA síðan Chrysler byrjaði árið
1925 !
5. Galdurinn með rafbílinn Tesla var ný hugsun, ný þróun á liþíum batteríum.
6. Snjallt , að fyrsta gerðin var ekki ætluð endilega fyrir almúgann. Of dýr til þess. Búinn til eftirspurn fyrir umhverfisvænum, dýrum bíl. Ekki spillti að hann er 4-5 sek i 100 km. Góð velta því strax, en málið hefur ekki verið að selja heldur hafa við að framleiða.
7. Ódýrari Teslan kom síðan í kjölfarið, hefur slegið í gegn hjá almúganum. Enn eiga gömlu bílarisarnir langt í land með samkeppni varðandi drægni.
8. Kynnti nýlega byltingarkennda flutningabíla. ( trukka) þeir komast 800 km á hleðslu. Komast á 95 km hraða á 20 sek, með 36 tonna farm ! Tók þó fram að allir væru útbúnir með fjarlægða skynjurum til öryggis sem draga sjálfvirkt úr hraða. ( eins gott).
9. Þróar eldflaugar sem geta skotið gervihnöttum og þyngri hlutum út í geim á ódýrari hátt en áður.
10. Hyggst hefja smíði á rafhlöðu ( eða orð sem hentar). Stærstu í heimi. Hún á að rúma ein 100 megawött ! Hljómar ómögulega, en svo hefur einnig verið um margt hjá Musk (fyrirfram).
Svona má endalaust telja og nýjum hugmyndum eldhugans lýst stöðugt niður.
Á einni mynd í æfisögunni sést samstarfsmaður Elon Musk nokkru fyrir aldamót. Föndrar og brasar við stækkun á rafhlöðu. (á mjög frumstæðan hátt). Það hafðist. Fyrstu handtök í byltingarkendu ferli. Allt fyrrgreint hefur ekki sprottið af sjálfu sér. Þeir hafa lent í allskyns basli og brasi. En knúið fram af fádæma elju.
![]() |
Musk orðinn ríkastur í heimi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 14:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.1.2021 | 07:41
Mótmæli á röngunni.
Við höfum áður orðið vitni að mótmælum við þinghús um allan heim. Þurfum ekki að leita langt. En að þau nái jafn langt gerist eiginlega aldrei.
Hinn stórfurðulegi fýr Donald Trump lagði greinilega blessun sína á för múgsins, alla leið á helgasta stað lýðræðis, ekki bara í USA heldur víðar. "Við elskum ykkur öll! " , segir kannski allt ( orð Trump í gærkvöldi).
Að á þessum stað (af öllum) yrði ekki tekið til varna er satt að segja lyginni líkast .
Hér snýr allt öfugt, það var engan veginn grasrótin (sem er oftast) sem kynti undir mótmælin, heldur forsetinn sjálfur.
![]() |
Ráðherrar ræða um að víkja Trump frá störfum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)