24.5.2025 | 21:06
Að vera grímulaust á móti lýðræði.
Útskýringar hjá þeim fylkingum og persónum sem fóru halloka hjá Sósíalistaflokkunum eru grátbroslegar.
Viljinn var greinilega til þess að allt gengi smurt og liðugt hjá núverandi og ráðandi i flokknum. Hér væri aðeins formsatriði til að hespa af.
Ég veit ekkert um þessar fylkingar og hef litinn áhuga.
En. Ansans ári sem þetta lýðræði getur nú verið dyntótt.
![]() |
Hallarbylting: Gunnari Smára bolað út, Sanna ósátt |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 23:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.5.2025 | 00:34
Vantar bara betra bíó.
Ástæðan er einföld að mínu mati. Það vantar betri bíómyndir. Gæðamyndir með "meira kjöt á beinunum" .
Bransinn er breyttur. Sjónvarpið og efnisveitur hafa nánast tekið yfir. Þar eru stóru leikara nöfnin og öflugir framleiðendur í dag.
Að sumu leyti er það miður og synd, Auðvitað eru sjónvörp og skerpa heima í stofu margfalt betri en í gömlu túbusjónvörpunum.
En upplifun á spennu og stórmyndum í fullum bíósal, fær ekkert toppað.
![]() |
500 milljón færri miðar seldir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2025 | 11:33
Fyrst og fremst sorglegt.
Hver bendir á annan og enginn á neinn.
Ending nýrra bygginga á Íslandi (án fáránlega mikils viðhalds) er að verða á pari við endingu torfbæja fyrr á öldum. Hættið að gera grín að þeim.
Samt er ekkert til sparað í rándýrum byggingarefnum á okkar allsnægta tímum.
Allur samanburður er auðvitað hlægilegur - en samt ekki. Maður er orðlaus yfir fúski í hönnun og frágangi í dag.
Dapurlegur vitnisburður. Þetta er líka þannig að rónarnir koma óorði á vínið. Til eru enn
sem betur fer - örfá verktakafyrirtæki með flekklausn feril i nýbyggingum.
Morgunljóst að þetta þarf ekki að vera svona. Að setja almennileg þök (með halla) á húsin í upphafi væri góð byrjun.
![]() |
Skólahúsnæðið entist aðeins í 22 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2025 | 06:51
Megas
Ég var eitt sinn bílstjóri með vinum og endað var í skemmtistaðnum Klúbbnum í Reykjavík. Fjör og gleðin teyguð þar allt til að lokað var - með glas af vodka í kók, kláravín eða Bommerlunder í hönd. ( Nafninu á þessu þýska brennivíni var yfirleitt breytt í Félagslunder í höfðið á besta félagsheimilinu).
Enn langt í að saklausari drykkur en fyrrgreindir spíra miðir væru til sölu á knæpum eða í Ríki. Bjór semsagt ófáanlegur.
Ég settist útí bíl, hinkraði eftir félögunum og kveikti á Rás 1. Viti menn hún var enn í gangi þó komið væri fram yfir miðnætti ! Var ekki Stefán Jón Hafstein byrjaður með nýjan þátt, Næturvaktin. Algjört nýnæmi.
Á þessum tíma kvölds gast þú bara hlustað á Radio Luxemburg, BBC, eða Kanann ( á Keflavík herstöð) værir þú staddur í borginni.
Stefán skellti Megas undir nálina. Mig minnir kringum tímabilið Drög að sjálfsmorði . Ég fór einmitt á þá mögnuðu stórtónleika í hátíðarsal MH.
Það var ferlega erfitt að skilja skáldið á þessum árum. Hann eiginlega hálf hrækti orðunum útúr sér í sumum lögunum.
Stefán Jón kunni ráð við því;
Þetta var bálkur mikill og mörg erindi. Að hverju þeirra loknu kippti hann upp nálinni og stöðvaði flutninginn á laginu. Las síðan sjálfur textann (Megasar) með sinni háu skýru röddu. Lét síðan nálina rólega síga niður og áfram koll af kolli. Svínvirkaði.
Auðvitað kom þá í ljós ( þegar allt fór að skiljast) að jafnvel Jónas Hallgrímsson hefði verið fullsæmdur af stöku hendingum. Flutningur söngvaskáldsins var hinsvegar villtari en flest sem var villt á þessum árum. Það átti þó eftir að snarbatna hjá honum síðar á ferlinum.
Hann Megas náði því að verða áttræður í dag. Magnaður alveg, tímalínan og sum æfiskeiðin voru nefnilega ekki alltaf heilsusamleg. Mörg kveiktu á hæfileikum hans, en ekki öll. Einn af þeim var Kristján Eldjárn Þorgeirsson fyrrum bóndi í Skógsnesi. Fullorðinn og kominn úr allt annari deild sá Stjáni fljótt margt gott í hann spunnið og heillaðist mest af skáldinu og textasmiðnum Megasi. Hans kynslóð þótti nú yfirleitt ekki mikið til koma hjá þessum krökkum . Sbr. gríntexta Flosa Ólafs. ´Það er svo geggjað að geta hneggjað.
Megas er ekki allra , en margra.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.4.2025 | 17:47
Gefa allar upplýsingar.
Likt og tíðkaðist forðum hjá "frjálsum" miðlum á Íslandi.
Gefa upp öll nöfn þeirra sem koma að vafasömum viðskiptum og framkvæmdum.
Hvar er sómakennd fjárfesta, verktaka, eftirlitsaðila (sem eru reyndar engir) , framkvæmdaðila ( sem eru eftirlitsaðilar ! Eins skrýtið og það er), hönnuða, æðstu aðila í borginni ?
Allt upp á borðið. Segið frá og teljið upp nöfn þeirra sem bera ábyrgð. Til að forða saklausu fólki ( í húsnæðisleit) frá frekari viðskiptum við alla þessa aðila.
![]() |
Lekavandamál í sex ára gömlu húsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt 23.4.2025 kl. 20:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2025 | 09:41
Róa sig.
Væri nú ekki i lagi að sjá hvernig þetta gengur fyrst ?
slaka - róa sig. Sjáið fyrst hvort og hvernig þetta virkar allt saman.
Àður en byrjað er að stækka eitthvað sem ekki er farið af stað !
Vonandi að lánastofnanir - sem í sumum tilvikum eru lífeyrissjóðir okkar. Geri ríkar og
strangar kröfur um áreiðanleika og ígrundaðar fjárfestingar.
Hér má sjá aðila úr biðröðinni eftir meira fjármagni
![]() |
Sækja um stækkun á laxeldi í Eyjum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2025 | 11:28
Ómetanlegur fréttaflutningur.
Viðtöl sem þessi færa okkur í friðsælu umhverfi- innsýn til þess harmleiks og viðbjóðar sem hvert stríð er í augum saklausra borgara.
Frásögn Lídíu á viðhorfum frændfólks í Rússlandi til stríðsins ( innrásar) og upphafs segir sína sögu um hvernig tekst að snúa sannleikanum á hvolf í styrjöld.
Semsagt dagur eitt ( innrás Rússa í Úkraínu) er markvisst þurrkaður út um allt Rússland. Það tekst vegna þess að öll umfjöllun er stýrð frá Kreml. Síðan þegar hermenn Putíns byrja að stráfalla fer allt á sjálfstýringu. Harmur og hefnd er komin í spilið.
Fréttir án Reuters eða gamla "Tass" , líkt og þessi - milliliðalaust - skipta máli
![]() |
Þær komu eins og flugnager |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Breytt s.d. kl. 11:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.3.2025 | 12:02
Hinar skuldlausu eilífðarvélar.
Nákvæmlega.
Þetta er rétt hjá forstjóra Landsvirkjunar. Hinar eldri virkjanir Íslendinga, (líka RARIK) og Landsvirkjunar eru dýrmætar eignir (skuldlausar): Enginn annar á en þjóðin sjálf. Ekkert flækjustig á því sem betur fer.
Málið er einfalt. Besta "arðgreiðsla" til almennings (eigenda) er ódýrt rafmagn áfram. Verð til íbúa hefur verið með því ódýrasta sem þekkist á byggðum bólum. Almenningur á sinn rétt á að svo verði áfram.
Heimilin njóta gríðarlegra fríðinda og kjarabóta með lágu orkuverði. Gerir Ísland enn byggilegra land. Nú nær það (í vaxandi mæli ) ekki einungis til þess að knýja hrærivélina og þvottavélina - heldur einnig farartæki heimilisins.
Rétt eins og sólarrafhlöður í Arizona er hlunnindi að knýja ökutæki og heimili. Þá eru vatnsaflsvirkjanir í landi með gnægð af vatni ómetanlegir orku "demantar".
![]() |
Skuldlausar eilífðarvélar besti arfurinn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.2.2025 | 23:06
Ógeðslegur tími framundan á vígvelli.
Rússar eru þekktir fyrir "subbulegheit" á vígvöllum sínum. "It is going to get messy" , sagði vanur stríðsfréttamaður á Sky fréttastöðunni í upphafi innrásar Rússa í Úkraínu. Það hefur heldur betur komið á daginn síðustu 3 ár , hvorki meira né minna.
Fyrirsögnin þessa pistils vísar til þess tímapunkts i innrásar og landvinninga stríðum þegar einhvers konar lok eða endapunktur er hugsanlega í augsýn. Rússar misreiknuðu flest og þetta stríð gekk fráleitt að þeirra ítrustu vonum.
Af þeim sökum munu þeir nú reyna að rústa enn meira en orðið er - flestu á svæðum sem þeir sjá ekki fram á að ná undir sig ásamt fleiru. Dróna árás á kjarnorkuverið í Tsjernobyl er merki um hve langt þeir geta seilst á næstunni. Útbýjuð svæði af jarðsprengjum er klassískt dæmi um viðskilnað á ótal mörgum stríðssvæðum.
Þarna er þó algjör kyrrstaða rofin í einhverju sem gæti hyllt undir lok þessa mannskæða stríðsbrölts Putins. Áhyggjuefnið er þó að nálgun Trumps verði alltof mikið nær forsendum/ óskalista Putins.
Ekkert var hinsvegar að frétta frá leiðtogum ESB, EES, eða USA - um neina nálgun til lausnar síðustu 3 árin. Fráleitt frumkvæði, en þess í stað barnaleg nálgun um að Rússar myndu einn góðan veðurdag gefast upp og labba aftur heim með hendur uppi. Þórdís Reykfjörð viðraði oft slíku líkt í viðtölum ásamt fleiri kollegum.
Kjarnorkuveldi - þó það yrði króað út í horn í landhernaði myndi varla (á þeim tímapunkti ) láta endavopnið sitt ónotað.
Á einhverjum tímapunkti þarf og þurfti að semja á einhvern hátt.
![]() |
Þungur og mikill skuggi yfir Evrópu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
31.1.2025 | 13:33
Um það snúast kjarasamningar.
Öll / Allir aðilar að kjarasamningum hæfilega ósátt !
Um það snýst löndun á erfiðum samningum.
Stífni og óeftirgefanleiki þýðir yfirleitt lög frá Alþingi. Mér finnst sérstakt hversu oft aðilar sjá ekki það samhengi.
![]() |
Segir alla hundfúla yfir tillögunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)