Fischer hafði peningavit.

Nú dúkka upp skyldmenni Bobby Fischer heitins í röðum og er ástæðan einföld. Hann lét eftir sig rúmar 200 milljónir króna að áætlað er.

Hann þótt skrýtinn um margt.   Treysti fáum og lá ekki á skoðunum og ástæðum fyrir því hvers vegna svo var.   Eitt af því sem hann vantreysti var bankakerfið.    Að mér skilst átti hann drjúgan hluta eignanna í gulli.

Niðurstaða mín er sú að hann var ekkert skrýtinn heldur raunsær og framsýnn.  Líkt og við skákborðið.

Ekki þætti mér ólíklegt að einhver hefði sagt honum frá íslenska "bankaævintýrinu" og að þar væri margt hægt að gera til ávöxtunar.  Eða hann lesið um slíkt og alla "möguleikana".       

Hverjir voru bjánar?   Allavega ekki hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband