25.11.2009 | 21:06
Hruniđ á Wall Street og hruniđ hér.
Af hverju lćrir enginn neitt? Til hvers eru fjölmargir í dýru námi og endurmenntun, en samt lćrir enginn neitt. Spyr sjálfan mig ţessarar spurningar eftir fróđlegan breskan frćđsluţátt sem hét "1929-Hruniđ mikla". Sá hinn sami var sýndur á RUV mánudagskvöldiđ 23. nóv.
Allt voru ţetta auđvitađ í stćrri skala hinir óblíđu gjörningar sem áttu sér stađ í New York fyrir 80 árum síđan. En líkindin öll viđ íslenska hruniđ, sérstaklega í ađdragandanum var sláandi. Bólu undanfarinn var í raun nákvćmlega eins. Gnćgđ lánsfjár. Ógrynni peningamagns í umferđ. Keypt hlutabréf fyrir lánsfé. Veitt lán útá galin veđ. Og svo mćtti lengi telja.
Líka var á RUV frábćr bíómynd sl. sunnudagskvöld 22. nóv. 09. Hún hét "Freefall" á frummálinu gerđ af Bretum og Áströlum. "Í frjálsu falli" á íslensku. Myndin hófst á ţví frćga ári 2007. Sláandi var lýsing á lífi öryggisvarđar í stórri Kringlu. Hann hitti fyrrum skólafélaga sinn sem vann í stórum banka. Vinurinn spurđi hvernig hann hefđi ţađ. Öryggisvörđurinn kvađst bara hafa ţađ ágćtt. Hann ćtti tvö heilbrigđ börn og góđa konu. Húsnćđi leigđi hann af borginni í blokk.
Vinurinn sagđi ađ ţađ gengi ekki til lengdar. Hann ćtti ađ veita sér meira. Ţađ endađi međ ţví ađ hann seldi honum ţá hugmynd ađ hann gćti útvegađ ódýrt lán fyrir stćrra og betra húsnćđi sem hann fćri létt međ ađ kljúfa. Öryggisvörđurinn féll fyrir gyllibođinu ţrátt fyrir andmćli eiginkonunnar.
Restina má sjá fyrir en myndin endar síđla árs 2008. Kjör lánsins stórversnuđu nánast á "íslenska" vísu. Ekki batnađi ástandiđ ţegar karl anginn missti vinnuna.
Skyldum viđ lćra eitthvađ núna á ţessari öld?
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.