Gott mál.

Mikið var.   Hef enga skoðun á þessu nafni; gott/vont.  

En ný nöfn á þessar nú ónýtu gömlu banka er algjör nauðsyn.    Í guðanna bænum farið líka að breyta nafni Landsbankans sem er  í dag skammaryrði um fjármálastofnun út um alla  Evrópu.

Hversu samofið það gamla rótgróna nafn er sjálfstæði og sögu Íslands skiptir það engu máli.  Nýtt nafn og merki er málið svo að hinum gamla banka og nýja sé ekki grautað saman.

Hitt er annað mál að þrír ríkisbankar er líka bull.  Algjör óþarfi. Einn er nóg.


mbl.is Kaupþing verður Arion banki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Valdimar; æfinlega !

Sukk og svindl Bankanna; verður ei af þeim skrúbbað - þó um nýjar nafn   tökur þeirra, sé að ræða, búhöldur góður.

Miklu fremur; ætti tortryggni landsmanna, gagnvart þeim, að vaxa að mun - þó; ærin hafi fyrir verið, í margra ranni, svo sem.

Með beztu kveðjum; austur yfir fljót /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.11.2009 kl. 21:06

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Óskar.

Margt til í því.    Ætli vér mörlandar verðum ekki tortryggin gagnvart öllu sem kallast íslensk bankastofnun næstu ár eða áratugi eftir allt sem á undan er gengið.

En það er óþarfi að þeir heiti sömu nöfnum og auðrónar eyddu upp, haussettu  og níddu niður í svaðið.

Bestu kveðjur,  Valdimar.

P.Valdimar Guðjónsson, 20.11.2009 kl. 22:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband