29.9.2009 | 11:20
Íslenskar landbúnaðarvörur.
Egill Helgason átti mjög gott spjall við talsmann Slow Food samtakanna í Silfri Egils, sjá hér;
http://dagskra.ruv.is/sjonvarpid/4472535/2009/09/27/2/
Mottó samtakanna er að matur eigi að vera
1. Góður.
2. Hreinn.
3. Sanngjarn. Með sanngjarn er meint að framleiðandinn fái sanngjarnt verð fyrir framleiðslu sína.
Sendi þetta á blogg Egils á Eyjunni;
Mjög áhugavert viðtal Egill.
Fór eitt sinn á eina stærstu landbúnaðarsýningu heims sem haldinn er reglulega í London með nokkrum íslenskum bændum.
Þar var margt nýrra tækja og tóla ásamt nýjustu tækni líkt og gerist og gengur. Íslendingarnir voru spenntir að skoða nýjustu tækni í hey, grænfóður og kornöflun. En þeim að óvörum var ekki í þeirri deild mest umferð, forvitni og eftirspurn erlendra bænda.
Örtröðin var þar sem kynnt var nýjasta tæknin í afkastamiklun úðunar og eitrunartækjum. Bæði gegn illgresi og skordýrum sem notað er hægri vinstri á akra, tún og í gróðurhús. Íslensku bændurnir höfðu vart hugmynd hvað snéri upp eða niður þar og höfðu engan áhuga á slíku. Enda er notkun slíkra tækja hverfandi lítil í íslenskri ræktun sem betur fer.
Þetta er eitt dæmi um ástæðu fyrir gæðum íslenskrar landbúnaðarvöru.
Umhverfisvænleiki þess að varan sé framleidd sem næst neyslustaðar er líka ótvíræður.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.