14.6.2009 | 11:59
Vanhæfi.
Það er einhver misskilningur í gangi þegar kemur að vanhæfni í stjórnkerfinu. Flestir í pólitík sem koma að lands og sveitarstjórnarmálum vilja reyndar að störf sín séu hafin yfir vafa. Einnig embættismenn.
En ekki allir. Sumir misskilja hugtakið að því er virðist. Halda að þetta snúist um getu eða getuleysi. Hæfni eða kunnáttu. Jafnvel kjark eða kjarkleysi.
Tengsl geta alið á vantrausti. Hugsanlegt vanhæfi er líka alveg næg ástæða til að segja sig frá umdeildum málum.
Vera kann er þetta orð sé ekki nógu "rétt" lýsandi.. Það snýst auðvitað ekki um hæfni í starfi.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.