Framleiðslustig og framkvæmdastig.

Ég heyrði þessi tvö orð í kvöldfréttunum.

Vandi þjóðarinnar nú væri minni hefðum við lagt meiri áherslu á framleiðslustig síðustu ár og áratugi.  Þá meina ég að framleiða vöru.  Hvaða vöru sem er.  Vöru sem hagkvæmt og  tæknilega  vel mögulegt að framleiða hér.  Hver sem sú vara annars er.

Við misstum okkur hinsvegar á framkvæmdastiginu.  Framkvæmdagleðin hljóp með ýmsa  í gönur.  Þess bera hol, opin og ónotuð húsakynni dapurt vitni á þenslusvæðunum.        Trúlega værum við betur stödd nú hefðum við lagt meiri áherslu á framleiðslu.   Að ekki sé minnst á girnd nokkurra í mögulegan pappírsgróða. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband