24.5.2009 | 20:51
Vorverkin búin.?
Nei ,það er nú ekki svo gott. Verður líklega seint þannig í kúabúskap.
Er samt ánægður með stöðuna á þessum tímapunkti 24.maí. Búinn að dreifa áburði, lífrænum og hinsegin. Einnig búinn að sá í tæplega 7 hektara spildur rýgresi, fóðurkáli og grasfræi. Það er búið að viðra vel á þetta undanfarið. Aldrei þessu vant verður tími til að kikka aðeins á girðingar áður en heyskapur byrjar. Þarf að koma upp rafmagnsgirðingu hér niður í Vöðlakoti svo nóg er framundan. Flýtti þó fyrir með því að rífa þá gömlu upp í desember í þíðu og blíðviðri.
Pumpan hefur verið að stríða mér undanfarið svo þrekið er ekki alveg eins og í gamla daga. En það er ekki nýtt.
Þessi mynd er tekin upp við Eilífsskjól. Þar er spilda í þurru og þægilegu mólendi sem ég er með tæpa nokkra hektara í rýgresi sem kýrnar eru sólgnar í. Þetta er úr landi Syðri- Gegnishóla en Ari frændi minn keypt þarna 30 ha. lands og kallar þetta Birkiland. Ég nýt góðs af en hann fær hey í hesta sína í staðinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.