2.5.2009 | 21:44
ESB nammibarinn.
Það er tvístig í afstöðunni til aðildar að ESB. Sú skoðun er nokkuð almenn að "tékka". Gá hvað okkur býðst á nammibarnum hjá þessu bákni. Fara í viðræður og sjá hvað við gætum fengið.
Slíkt hálfkák er auðvitað útí hött. Enda verið slegið á slíkar vangaveltur hjá Brussel genginu. Íslensk stjórvöld verði að koma heil að borðinu og með vilja og hug til þess að verða fullgildir aðilar. Annað gangi ekki. Ég sé ekki enn slíkan sannfæringarsvip á hinum þingeyska formanni úr Þistilfirðinum. Né á Ögmundi. Þvert á móti. Áhuginn sýnist afar lítill.
Athugasemdir

Í sambandi við 80 prósentin:
Það má vera að við tökum upp svo mikið af þeim reglugerðum ESB sem snúa að innri markaðnum í gegn um EES. Það hefur a.m.k verið mál Olli Rehn og fleiri.
Hinsvegar eru tveir málaflokkar sem snúa að innri markaðnum sem eru undanskyldir EES, þ.e fiskveiðar og landbúnaður.
Síðan eru málflokkar sem snerta innri markaðinn alls ekkert s.s sameiginlega tollastefnan, orkumálastefna, skattastefna o.fl.
Því fer því víðsfjarri að við séum að taka upp 80% af heildareglugerðabálki ESB.
Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 2.5.2009 kl. 22:02

Sæll Hans.
Já þar eru fórnirnar mestar, þ.e. fiskiveiðar og landbúnaður ef við förum inn. Ég er ekki andstæðingur EES. En ég tel það fórn og algjöran óþarfa að ganga alla leið. (ESB) Dæmin æpa frá þeim sem reynt hafa og til þeirra sem vilja heyra. Sjómenn á Bretlandseyjum, samtök finnskra og sænskra bænda og svo framvegis. Ekki allir kátir.
Við erum nú býsna afkastamikil að taka lungann úr ESB regluverkinu gegnum EES. Samt ekkert allt verið heilög skylda þó stjórnvöld hafi gert það.
En við losnum þó við gífurlegt pappírsflóð og enn meiri flækjur sem fylgja 100% fullri aðild.
P.Valdimar Guðjónsson, 2.5.2009 kl. 22:32

Bara til að benda á staðreyndir þá tók Ísland upp 6,5% af reglum ESB á árunum 1994-2004.
Skýrsla Evrópunefndar, bls.55
Axel Þór Kolbeinsson, 8.5.2009 kl. 22:31

Sagði ekki Jón Baldvin að við hefðum fengið "allt fyrir ekkert", þegar hann lýsti ánægju sinni með eigin verk og annara kringum EES samninginn á sínum tíma.
Nei, guði sé lof þá erum við ekki með allan reglugerða pakkann frá ESB. Það er að mínu áliti ekki eftirsóknarvert. Höfum alveg nóg samt. 'Eg hef samt oftar en einu sinn heyrt því haldið fram að við njótum fríðinda og réttinda sem geta jafngilt fyrrnefndri prósentu á við ESB ríkin. Án þess að sitja uppi með helstu gallana svosem sameiginlega fiskveiðistefnu, kollsteypu landbúnaðarins og ásælni í náttúruauðlindir.
En takk fyrir innleggin Hans og Axel þór.
P.Valdimar Guðjónsson, 9.5.2009 kl. 17:11
Bæta við athugasemd
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.
Við erum u.þ.b. 80% aðilar að þessu bákni nú þegar. Það dugir alveg. Hitti háttsettan embættismann ríkisins fyrir nokkrum dögum sem fékk stöðu í vetur sem tengist matvælaiðnaðinum. Hann sagði sitt starf að drjúgum hluta snúast um flókið regluverk ESB og að framfylgja því hérlendis hægri vinstri. Svo finnst heimtufreku fólki þetta ekki nóg!
Það er eftiráskýring hlutdrægra fjölmiðla um að ESB hafi verið kosningamálið.
Það er ótrú á sjálfum sér og þeim möguleikum sem búa í þessari þjóð sem veldur breimi ESB sinna.
Sveigjanlegur gjaldmiðill er kostur. Málið er bara að flestu í þessu lífi fylgja kostir og ókostir. Við værum ekkert í góðu stöðu núna ef ferðamannaiðnaður væri hruninn svo dæmi sé tekið. Einnig ef útflutningur sjávarafurða væri enn verðminni en nú. Þarna hjálpar krónan þó ekki megi segja það upphátt.