8.3.2009 | 22:13
Ingibjörg Sólrún frá Haugi.
Fyrri ávörðun Ingibjargar Sólrúnar fyrir viku síðan að halda áfram sem formaður við sínar aðstæður var í raun óskiljanleg. Síðan hélt hún óvæntan blaðamannafund í dag þar sem hún tilkynnti breytta ákvörðun sína. Því miður hefur Ingibjörg sýnt ákveðin dómgreindarbrest alveg síðan hún greindist með sitt mein. Í svona stöðu þýðir ekkert annað en stíga til hliðar og fara eins vel með sig og hægt sé þér gefin von um bata. Það má svosem líka velja orð eins og samviskusemi, seiglu , hörku, trúmennsku og eflaust velja stuðningsmenn hennar orð í þá veru. Flestum er samt ljóst að hún gat ekki beitt sér í sínu mikilvæga starfi líkt og þurfti, af eðlilegum ástæðum
Ég óska Ingibjörgu góðs bata og velgengni við að ná heilsu aftur.
Sjálfur þekki ég frændfólk hennar margt. Af góðu einu. Bærinn Haugur þaðan sem Gísli faðir Ingibjargar var ættaður stóð hér stutt sunnan við bæinn, nær ströndinni. Þar bjó Steindór bróðir Gísla. Þeim bræðrum lá hátt rómur og sópaði að þeim. Voru beinir í baki og tjáðu hug sinn um hæl.
Vegna þess hve stutt var hér milli bæja heyrðist oft vel á lognkyrrum sumarkvöldum hvað fór fram á hlöðunum á Haugi. Þá þurfti ekkert að fara í sveitasímann. Sonum Steindórs lá og liggur enn einnig hátt rómur.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.