24.1.2009 | 21:56
Allir að starfsstjórn.
Ég vona að komist til Geirs Haarde og fjölskyldu hans góður hugur 98% þjóðarinnar og von um góðan bata.
Ef flokkarnir koma sér saman um samstarf áfram fram til kosninga í vor er eitt nauðsynlegt.; Náið samstarf við stjórnarandstöðu.
Eða þjóðstjórn. Annars verður hér ólíðandi ástand fram að kosningum. Stjórnarandstaðan verður ær í andstöðu og neikvæðri stöðutöku gagnvart öllu sem stjórnin tekur sér fyrir hendur. Líkt og alltaf gerist fyrir kosningar hvað þá nú. Það væri öðruvísi ef allir kæmu að málum. Þá verður kosningabaráttan líka með skýrari framtíðarsýn , en ekki endalaust bölv og sót útí aðferðir við rústabjörgun síðustu mánaða.
Nú dugir engin eigingirni núverandi valdhafa. Og auðvitað voru það mistök að stýra ekki málum frá hruni með nánu samstarfi við stjórnarandstöðu.
Nýtt lýðveldi og uppstokkun í stjórnskipun landsins er síðan allt annað mál. Eflaust mjög tímabært. En slíkt eitt og sér mun ekki leysa eða fleyta okkur fyrr gegnum þær efnahagslegu þrengingar sem framundan eru.
Athugasemdir
Sæll Valdimar.
Sjúklingar í ríkisstjórninni eiga alla samúð sem og aðrir sem veikir eru.
En það er verra með ríkisstjórnina sem er með ólæknandi sundurlyndi, þetta lið minnir mest á gemsahóp sem er ný rekinn út úr húsi . Þetta volaða fólk veit ekki hvort það er að fara eða koma.
Núna er þörf á að skipa þjóðstjórn sem vinnur fram að kosningum sem verða trúlega í vor svo hægt sé að gefa stjórnmálamönnum frí til að endurræsa sig.
Í þjóðstjórnina þarf að fá fólk úr atvinnulífinu sem getur tekið á þeim málum sem að steðja, af festu og reynslu.
Undirskriftarsöfnunin er hafin á http://www.nyttlydveldi.is.Sendum áskorun um utanþingsstjórn og stjórnlagaþing! Stöndum saman um nýtt upphaf - nýjar leikreglur - sanngjarnari leikreglur.
Stöndum með sjálfum okkur
Heimir Ólafsson, 24.1.2009 kl. 23:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.