Frekar "slátrun" lokið.

Það má kalla hluti ýmsum nöfnum.  Allt í lagi. Vopnahlé. 

Frekar kalla þetta ætlunarverki lokið.

Að ráðast hinsvegar með einn af öflugustu herjum heims gegn fólki innilokuðu, nánast í flóttamannabúðum með stöðugum sprengjuárásum í 22 daga, ég get ekki kallað það stríð.  Jafnvel þó Hamasliðar nái að svara einni sprengju á móti hverri 100.

Þetta eru grimmdarverk Ísraels gegn saklausu fólki.  Konum og börnum. 

Ég legg hinsvegar grimmd Hamas að jöfnu, snerti hún líka saklausa borgara.


mbl.is Hamas-liðar leggi niður vopnin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

P. Valdimar

Já kannski er þetta rétt hjá þér "ætlunarverki lokið", en síðan á greinilega halda áfram enn frekar með að svelta og einangra eða fangelsa fólkið inni á Gaza.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 18.1.2009 kl. 12:50

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Því meir sem eg fylgist með umræðu allri í Israel um hryðjuverkin (því nú á Interöld er allt hægt) því meir undrandi verð eg á stjórnvöldum ríkisins og reyndar íbúum mörgum.

Í einum netmiðlinum var sagt frá yfirlýsingu um "vopnahlé" israela og því lýst á þann hátt að Olmert hefði ekki getað leynt brosi sínu og gleði er hann tilkynnti að markmiði Operation Cast Lead væri náð með algjörum sigri etc...

Halló !  Þetta er algjörlega mökkbilað lið.  Algjörlega.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 18.1.2009 kl. 14:16

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Þorsteinn Scheving og Ómar Bjarki, sammála ykkar athugasemdum.    Á kjarnyrtri íslensku er þetta er þetta einfaldlega kalla að fólki sé "ekki við bjargandi".

Viljinn er hvorugum megin til sátta eða lausna, það er eflaust hluti af stórvandamálinu.      

Verður afar fróðlegt að sjá hvort tónninn breytist eitthvað hjá stóra bróður í USA með nýjum stjórnarherrum og frúm um miðja næstu viku.

Meðan varla má anda framan í þessa stjórnarherra í Ísarel (trúi bara ekki að öll þjóðin styðji þessi ósköp)  breytist ekkert.  Nákvæmlega ekkert.

P.Valdimar Guðjónsson, 18.1.2009 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband