28.11.2008 | 11:28
Sparnaðarleið í kreppunni.
Í framhaldi af umræðu um Alþingi og störf þess. Sendi eftirfarandi komment á blogg.
"Sparnaðarleið fyrir ríkið strax í kreppunni. Djobbið Alþingismaður sem hlutastarf. Greitt samkvæmt því, um það bil 30 - 50% starf.
Þessi lög voru afgreidd í nótt nánast án umræðu. Sem segir okkur; Löggjafinn er fullkomlega andlaus og framtakslaus nema síðari hluta aðventu og á vordögum. Bíður eftir hvað hrekkur af borðum ráðherra og framkvæmdavalds. Þess á milli athyglissjúkar morfis umræður og gjallandi Steingrímur og Ögmundur líkt og gamlar ljósavélar."
Lögin í nótt um allskyns höft á viðskiptum með gjaldeyri voru líklegast nauðsynleg. En hvers kyns vinnubrögð eru þetta með ýmis stórmál yfirleitt. Þessu er kýlt í gegnum þingið með hraði. Þess stærra því hraðar. Hin hliðin er málþóf. Mæli ekki með því. En svona vinnubrögð bjóða uppá að lög með vanköntum sigli í gegn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.