16.11.2008 | 12:37
Sólarlagið í Flóanum.
Ofsi, ný jólabók Einars Kárasonar rithöfundar er auglýst mikið. Auk þess fær hún góða dóma, en um innhhald hennar veit ég ekki mikið.
Kápumyndin er falleg. Sýnir hún roðagyllt ský og fallegt sólarlag. Líkt því sem við sjáum oft hér neðarlega í Flóanum með víðan fjallahringinn. Hafa margir dáðst að því enda þarft þú yfirleitt að vera staddur út á sjó á Íslandi til að sjá annað eins.
Ég hef ekki fregnað hvar myndin er tekin en sýnin er nákvæmlega eins og ég sé hér útum gluggann hér í tölvuherberginu. Er ég orðin afar forvitin að vita hvort fjallið Búrfell í Grímsnesi sést þarna í bakgrunni. Ef ekki þá er systurfjallið fundið.
Hér er önnur mynd úr einkasafni sem sýnir líkt skýjafar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.