31.10.2008 | 17:42
Færeyjar.
Það er eiginlega hálf hallærislegt af minni hálfu að minnast á Færeyjar og Færeyinga núna þegar þeir eru á allra vörum. Vinarbragð þeirra nú í efnahagsþrengingum sýnir hug þeirra til okkar, en alls ekki í fyrsta sinn. Lánið sem þeir bjóða okkur er stærra en nokkur önnur þjóð getur eða mun bjóða, ef við tökum tillit til fólksfjölda.
Ég segi þetta vegna þess að ég hef lengi dáðst að þessum náfrændum okkar og nágrönnum. Enn á ég samt eftir að heimsækja eyjarnar og þekki ekki marga Færeyinga í raun. Sjálfur monta ég mig samt af því stundum að vera stúdent í færeysku. Ég tók einn val áfanga í Menntaskólanum í Hamrahlíð fyrir tæpum 30 árum og hafði mjög gaman af. Kennarinn okkar færeysk kona gerði þetta líka lifandi og skemmtilegt. Auk þess að kynna okkur tungumálið urðum við margs fróðari um eyjarnar og lífið þar. Sem dæmi að þá bauð hún okkur heim til sín í eitt skipti og dönsuðum við þá færeyskan dans að sjálfsögðu.
Færeyskan er líkt og flestir vita mjög lík íslenskunni. Þeir eru þó aðeins mýkri á errunum og við heyrum það t.d. þegar Eivör syngur á ensku hvað hún nær hreimnum algjörlega.
Nokkrar þumalputtareglur man ég, og hafir þú þær á hreinu eru kominn ansi langt í færeyskunni.
Þú segir ekki, ekki á færeysku heldur "ettchi" (skrifað eftir framburði) Þú berð ekki fram bókstafinn Ð, heldur sleppir því. T.d. orðið verður, er borið fram; "verur", os.frv.
Að sjálfsögðu heitir Eivör (okkar) "Ævör" heima í Götu., Íslendingum gengur frekar illa að læra þann framburð.
Mér finnst frekar slæmt að þurft hafi krísu líkt og núna til við áttuðum okkur raunverulega á hlýjum hug Færeyingar til okkar. Fram að þessu höfum við stundum af pínulitlum hroka gert grín að þessum nágrönnum okkar og tungumáli þeirra. Ástæðan er sennilega ekki flókin sálfræðilega. Þeir eru í raun ein af fáum þjóðum í heimi hér sem er minni að stærð heldur en við. Því hefur verið nett hægt að lita niður til þeirra á stundum.(að okkar áliti).
En mig langar æ meir til Færeyja.
Athugasemdir
Ég er bara skíthræddur við að Færeyingar ætli sér eitthvað með þessu láni. Ég gæti best trúað því að þeir vildu fá afnot af Keflavíkurflugvelli og þeir munu örugglega fara að fljúga inn í Íslenska lofthelgi sér til skemmtunar í tíma og ótíma.
Davíð Kristjánsson (IP-tala skráð) 31.10.2008 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.