Hrafnar bankakerfisins.

Hvernig bankarnir höguðu sér nú síðustu árin fyrir mánudaginn svarta minnir mig á íslenska hrafninn. Þeir sækja inn þar sem æti eða hræ er að finna.   Eru einnig glysgjarnir.  Ég held samt að hrafnarnir séu skemmtilegri en stjórnendur og eigendur bankanna gömlu. Ég þekki tvo einstaklinga sem sættu ásókn  nokkrum mánuðum fyrir fallið.    Svolítið líkt og nýbæra með lítil lömb.    Hún þarf stundum að verja sitt fyrir  hrafninum. Þessir tveir einstaklingar sem ég þekki áttu  lítilsháttar upphæðir á venjulegum sparireikningum.        Nokkuð hærri en almenningur almennt, samt engar ofurtölur.   Líklega hefur sjálfvirkt forrit  látið vita að þarna væri talsverðar upphæðir  og einhver  núið saman höndunum við skjáinn í sérstakri  deild, og séð að þarna væri gott “æti”. Þessir tveir einstaklingar sem ég þekki voru nánast ekki látnir í friði.   Hringingar í tíma og ótíma.       “Þú getur fengið miklu betri ávöxtun á þessar upphæðir”.    “Eins og staðan er í dag ert þú að tapa miðað við umhverfið.”       “Má ekki bjóða þér að koma hingað og hitta mig”    “Við getum farið saman yfir stöðuna:”   Svo langt gekk að starfsmaður bankans bauðst til að koma í heimsókn.   Umræddur kunningi er kurteis  og sagðist ekki reka hann út ef  hann kæmi.        Þessi hinn sami var hinsvegar svo heppinn að vera í stífri vinnu um þetta leyti og því ekki kominn heim fyrr en um kvöldmat.    Því varð ekkert úr breytingum á  “geymslustað” fjárins. Um var að ræða þessa títtnefndu  sjóði bankanna sem verulega peningaupphæðir sitja frosnar og fastar og eru jafnvel tapaðir í dag. Þrjóska og heppni bjargaði þessum einstaklingum frá því að vera eignalitlir / eignalausir í dag. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband