Verðbólgan niður?

Eru ekki forsendur nú til lækkunar verðbólgu ?

 Olían lækkar og lækkar.   Húsnæðisverð lækkar væntanlega og lækkar.   Ef það lækkar ekki núna, þá er ég hættur að skilja samhengi hlutanna.

Það var mikið rætt um það á hápunkti (sápukúlu?)  bólunnar að húsnæðisverð ætti ekki að vera inní vísitölunni.  Húsnæðið hækkaði svo skarpt.  -Og þar með verðlag.   Ekki var samt neinu kippt út.    Það ætti þá væntanlega að telja í hina áttina núna.  Semsagt til lækkunar.

Að vísu hækkar allur innflutningur svakalega vegna stöðu gengisins.   En erum við ekki nánast að hætta allri vitleysu annars?

Ef ekkert breytist hinsvegar að þá skil ég Jón Sig. kallinn vel á þessari mynd._500-kallinn

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Valdimar, og þökk fyrir allt gamalt og gott !

Á daginn er komið; hvað ég hugði, fyrir margt löngu, að Íslendingar hafi alið önn, fyrir liðónýtum stjórnmálamönnum, allt of lengi, og munum við nú uppskera, samkvæmt því.

Fengi ég ráðið nokkru um; með mínu fornyrðis lagi, kæmum við á fót styrkri stjórn, hver saman stæði af : bændum - sjómönnum - verkamönnum og iðnaðarmönnum, í nýju Alþýðuþjóðveldi vinnandi stétta, undir formerkjum öflugrar þjóðernisstefnu, hver hrinda mætti úr vegi gerfi ''lýðræði'' því, hvað plagast hefir hér, allt of lengi, okkur til stórtjóns.

Með beztu kveðjum, austur yfir fljót, úr Efra- Ölvesi /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 17.10.2008 kl. 21:44

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Sæll Óskar.

Já.  Eftir á að hyggja  var þetta ferlega skrýtið allt saman.    þetta var ekki Ísland.  Allur almenningur hristi  hausinn yfir þessu allan tímann, en enginn sagði í raun neitt nema ofan í kaffibollann í mesta lagi.

Forsetinn mærði alla þessa "snillinga" aftan og framan.  Fjölmiðlar sögðu ekki neitt,  en stöku "víkingur"  kom með áríðandi skilaboð í eigin miðla þegar mikið lá við.

Já, hví ekki Óskar svei mér þá.  Þett er ferlega einsleitur hópur þarna  á Vellinum Eystri.  Lögmenn í runum og stöku stjórnmálafræðingar. Puntkur.  Ekki þverskurður af þjóðinni allavega lengur.    Síðasti bóndinn hvarf t.d. með Keldna Drífu en varla telst hin Lómgóða lengur til almennra bænda eftir svo langa veru í hlýindum valdasala.          Öngvir úr stétt iðnaðarmanna né af stórkös iðnaðarmanna svo ég viti.

P.Valdimar Guðjónsson, 17.10.2008 kl. 23:07

3 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Leiðrétting. "...  stétt verkamanna né neinn úr stórkös iðnaðarmanna..."  átti þetta að vera.

P.Valdimar Guðjónsson, 18.10.2008 kl. 14:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband