21.7.2008 | 10:53
Má ég borga þér fyrir bílinn minn?
Heyrði lýsandi sögu fyrir ástandið þessa dagana. Veit ekki hvort þessi saga kemur úr fjölmiðlum , eða af netinu það skiptir ekki máli.
Bíleigandi einn var tilbúinn að borga 500.000 kr. með bíl sínum, bara ef einhver vildi "" leysa hann úr fjötrum"!
Lítið var spurt um þessa glæsibreið á sölunum. Afborganir af bílunum voru komnar í kr. 120.000 á mánuði. Þær voru semsagt að sliga bíleigandann og þetta var hann tilbúinn að greiða út bara til að losna. Veit ekki hvort lánið var erlent en finnst það ekki ólíklegt. Það stendur ekki steinn yfir steini með áætlanir gagnvart þeim eftir hækkanir síðustu mánaða.
Athugasemdir
Þetta er orðið mjög algengt í dag. Ég var skoða bílakaup um daginn og þá datt ég niður á Citroen C-5 (dýrasta týpan) og hann var til sölu um 1 milljón undir eðlilegu verði og var bara um að ræða að yfirtaka lán sem á bílnum var. Ég hélt að það væri eitthvað að bílnum en svo kom seljandinn, sem var ung kona og útskýrði málið. Hún sagði að þau hjónin hefðu keypt þennan bíl nýjan fyrir rúmu ári með 100% láni. En svo hefði manninn sinn langað í jeppa og hann var keyptur á 100% láni, síðan hefðu þau keypt hjólhýsi á 100% láni og íbúð á 100% láni. Nú væri komin upp sú staða að þrátt fyrir að þau væru bæði í góðri vinnu þá réðu þau ekkert við að að greiða af þessu. Þau hefðu byrjað á því að reyna að selja jeppann en hann seldist ekkeri nema að greiða með honum rúma milljón. Það sama væri með hjólhýsið og nú væri baráttan um að halda íbúðinni. Það eina sem ég átti að greiða var 50% af sölulaunum. Svona dæmi eru mörg í dag því miður.
Jakob Falur Kristinsson, 21.7.2008 kl. 11:18
Já Jakob, þetta eru skrítnir tímar í þessum bransa.
Ég hafði ekki áður heyrt um beina greiðslu umfram verðfall bílsins.
Takk fyrir innlitið.
P.Valdimar Guðjónsson, 21.7.2008 kl. 17:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.