Fjölmennasta jarðarför síðustu ára.

Útför Jóns Ólafssonar á Kirkjulæk fór fram í dag 3.júlí 2008 frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð.

Við í fjölskyldunni bjuggumst við fjölmenni.  Ég giskaði  á 500 til 600 manns.     Jón hafði einstakan áhuga á fólki.  Naut þess að kynnast því og hitta.  Átti fjölda vina og ræktaði vináttuna.  Söngmaður, kvæðamaður  og sögumaður.  Var auk þessa glettinn gleðigjafi með vaxandi ferðaþjónustu þar sem gestir voru ekki kvöð heldur tækifæri til að kynnast og skemmta nýju fólki.

Að slíkum mönnum laðast fólk.   Það sannaðist í dag.    Prentaðar voru 800 söngskrár fyrir útförina.  Þær kláruðust allar og voru auk þess  skammtaðar þegar líða tók á  straum bíla og fólks á staðinn.  Að stíga út úr kirkjunni var því ógleymanlegt.  Hún tekur rúmlega 100 manns í sæti , en að líkindum voru nálægt 1000 manns á staðnum sem stóðu fyrir utan kirkjuna, en hlustuðu áður á athöfnina í útvarpi.

Að kveðja ekki eldri fjölskyldumann en 52 ára er erfitt.  Frændi hans Séra Hjálmar Jónsson gerði þetta hinsvegar vel. Mannlega og hughreystandi, en samt með glettni í bland sem Nonna hefði eflaust líkað. Enda fylgdi honum glettnin allt hans líf.  Og söngurinn var yndislegur hjá þrem kórum úr Rangárþingi.

Nonni 07


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Kemur mér ekki á óvart. Ég þekkti Jón ekki en fylgdist með honum úr fjarlægð. Auk þess að við nutum handleiðslu sama söngstjóra nú hin síðustu ár og sáumst á sameiginlegum kóramótum. Jón hafði afar sterka útgeislun og glæsieiki hans minnti á sig hvar sem hann kom auk þess sem hann virtist hafa meðfædda hæfileika til að umgangast fólk og fá það til að njóta sín. Slíkir menn verðskulda eftirminnilega kveðjustund er þeir hverfa í skaut Móður jarðar.

Árni Gunnarsson, 3.7.2008 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband