Að kenna öðrum um.

Efnahagslægðin (eða kreppan, eftir smekk)  kallar fram óánægju víða heyrist manni.   Ekki bara hér á Íslandi.

Þeir í Evrópu ku vera í auknum mæli óánægðir með ESB ið sitt.    Írar gáfu kannski tóninn er þeir felldu nýjasta samninginn í þjóðaratkvæði.    Þær raddir heyrast á meginlandinu að stjórnmálamenn hverrar þjóðar væru betur í stakk búinir að leita lausna á aðsteðjandi vanda heldur en skriffinnarnir í Brússel.

Á Ísland er tölverður hópur sem hugsar þetta öfugt.   Stjórnmálamönnum er ekki treystandi lengur.  Við værum betur sett með stærri heild.

Þetta er kannski bara gamla sagan.    Þetta er þessum að kenna. Hann /Hún er bullustampur og kann ekki sitt fag. 

 Og.    Grasið er miklu grænna hinum megin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Rögnvaldsson

Sæll Valdimar


Já já, og svo þurfum við að ganga í eitthvað meira eftir að búið er að prófa nýju föt gamla keisarans í Evrópu, sem þó reyndust götótt. Við gætum til dæmis gengið í Kína, eða í Rússland. Bara að það verði ekki Bandaríkin. Gerum eitthvað annað,- bara ekki það sem virkar. Frelsið sem hefur gert Íslendinga að einni ríkustu þjóð Evrópu er allt í einu farið að valda ákveðinni kyrkingartilhneigingu hjá sumum. Snara frelsisin herpist að, og café latte barirnir í Bussen freista meira og meira.

Kveðja

Gunnar Rögnvaldsson, 1.7.2008 kl. 22:08

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Já Gunnar.  Þetta virkar á mann þannig að ákveðnir flokkar sem eru við völd virðast mjög tvíátta og tvístígandi um hvernig eigi að höndla málin þessa dagna eftir sælutíð (lánsfjártíð) síðustu ára.   

P.Valdimar Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 22:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband