Hvers vegna er talað um okkur?

Íslendingum  virðist stundum  fyrirmunað að ræða vandamál og álitamál hvers kyns án þess að veitast að einhverjum persónulega.  Dæmi um slíkt eru efnahagsmálin þessa dagana.  Sjálfsagt  hafa sum okkar hagað sér eins og kjánar. Á meintu eyðslufylleríi.  Flestir sjá það.     En mér skilst að umræðan þessa dagana sé mjög lík víða erlendis.

Sendi eftirfarandi á eina bloggsíðu.;

Hvenær skildum við hætta að persónugera þessa hluti í bak og fyrir.
Það virðist fyrir marga lífsins ómögulegt að ræða þessa kreppu hér útfrá ástandi hérlendis og ekki síður ástandi á alþjóðamörkuðum.

Ástæðan fyrir því að Ísland hefur lent svona mikið í fjölmiðlum erlendis er m.a. smæðin. Við erum svona þægileg “prototýpa” um það sem vel gæti gerst í mörgum löndum, víðar en hér, í bankakreppu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband