Enn vetur.

Það snjóaði drjúgt í nótt. 

Þeir voru svolítið úfnir þessir smávinir sem tilltu sér á eitt tréð í garðinum í morgun. Ekki um marga staði að ræða nema hverfa í snjóinn.hret

Umferð bíla var mikil hér um hlöðin í gær og fyrradag.  Sennilega voru flestir að kíkja á vegsumerki eftir sinuelda sem flæmdust nokkuð víða hér suður  á engjum.

 Nágranni minn var að kveikja í sinu og hafði til þess leyfi frá öllum nema kannski Ólafi Ragnari.  Það var hinsvegar allhvasst og herti frekar vind síðdegis þann 11. april.   Eldurinn magnaðist því og barst í vesturátt.  Voru skurðir engin fyrirstaða.  Eru engjarnar hér því svartar eftir og einnig hluti lands Lækjarbakka og Loftsstaða.   Slökkvilið varði bæinn á Lækjarbakka, en áttin stóð með reykinn og kófið beint á bæinn.   Þetta hélt síðan áfram vestar í Loftsstaðalandið.  Ég lánaði 8 tonna haugtank fullan af mykju og einnig var fengin 12 tonna haugsuga.  Voru þetta einu slökkvitækin sem gögnuðust því tæki Brunavarna komust ekki út um mýrar og móa.

Ekki er nokkur vafi að þetta verður aldeilis grænt og fallegt næsta sumar.  Það er hinsvegar verra þegar komið er í sendinn jarðveg því hann er allur mun rýrari.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Já þið sleppið oftast ótrúlega vel.  (Ef fyrir sunnan er höfuðborgarsvæðið) Hér kom alvöru vetur. Skógræktin, Landgræðslan og fleiri líka himinlifandi að gerði alvöru frost um tíma hér sunnanlands.  (Drap allskyns óværu).

Takk fyrir innlitið

P.Valdimar Guðjónsson, 13.4.2008 kl. 23:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband