25.3.2008 | 21:01
Lífeyrissjóðir.Hlægileg ávöxtun.
Ávöxtun lífeyrissjóðanna heilt yfir á siðasta ári, var um 1%. Er ekki verið að grínast? Innlánsvextir á íslenskum bankabókum 2007 voru vel á annan tug prósenta !
Íslenska lífeyrisskerfið sem er söfnunarkerfi er til fyrirmyndar á heimsvísu. Við erum öfunduð af þessari tilhögun erlendis. Víða er þetta ógreiddur risatékki inn í framtíðina hjá þjóðum sem verða sífellt eldri.
Við hljótum að gera þá kröfu að vel sé farið með þessar gífurlegu fjárhæðir og leitað bestu ávöxtunarleiða.
Stjórn þessara sjóða hefur því miður verið allavega og stundum slæm sem dæmin sanna. Eflaust þó í meirihluta ábyrgt fólk sem þarna stjórnar og allt það.
Athyglisvert samt að allt sem lítur að stjórnun þessara stærstu og ríkustu sjóða Íslands er í neðanjarðarkerfi. Aldrei neinar ráðningar þarna í fjölmiðlum eða gerðar neinar opinberar kröfur um hæfni eða reynslu. Enda ýmsir komið þarna að og náð vægast sagt misjöfnum árangri.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.