Fidel stígur af stallinum

Ég hef ekki komið til Kúbu. Það er upplifun segja þeir sem reynt hafa. Ég hef því mitt aðeins eftir öðrum sem þarna hafa komið og fjölmiðlum.  Castro hefur hinsvegar verið við völd lengur er æfi manns nær.

Allar byggingar eru meira og minna í niðurníðslu og bílaflotinn 1950 og eitthvað ásamt nokkrum Lödum

Frysting Fidels Castro og þrjóskufullt hálfrar aldar viðskiptabann Bandaríkjamanna sér allsstaðar merki.   Þeim er samt varla um allt að kenna. Stífni leiðtogans gamla hefur leitt þessa skemmtilegu þjóð í ógöngur. 

Þarna drýpur smjör af hverju strái. Náttúrulegar aðstæður eins og þær gerast bestar á byggðu bóli. Af lýsingum að dæma eru íbúar samt líkt og fangar í eigin landi. Skrifræði og seinlæti hins opinbera yfirgengilegt.  Leiðtoginn sagður með "jesúkomlex".  Opnun Fidels fyrir  erlendum ferðamönnum og ferðaþjónustu kom víst meira fyrir neyð í efnahagsmálum frekar en nokkuð annað.

Það var eftirminnileg heimildarmynd um öldungana í Buena vista Social Club. Því stórmerka bandi þar sem gamlir frægir snillingar á tónlistarsviðinu voru grafnir upp og hóað saman.  Sumir götusóparar, skóburstarar eða álíka. Hér og  þar í baslinu á Kúbu.  Þessir jaskar höfðu engu gleymt.  Einhver galdur í tónlistinni þarna og takturinn er greyptur í fólkið. 

Þeir voru skondnir þessir rígfullorðnu menn á göngu í stórri vestrænni stórborg í einni af fyrstu hljómleikaferðunum. Þeir greinilega léttkenndir nýkomnir úr ævilangri "einangrun" í baslinu á Kúbu.  Horfðu hálfopinmynntir í kringum sig.  "Ce la vida  mi amigo".  (þetta er lífið vinur minn)

 Trúlega hefðum við hér í vestrinu mátt í mörgu ganga hægar um gleðinnar dyr. Fidel Castro  sem nú hefur stigið til hliðar tilheyrði hinsvegar öfgum úr gagnstæðri átt.  Kyrrstaða er engu þjóðfélagi til góðs.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband