Byggingaráráttan

Það er sérkennilegt í góðæri hversu  mikil orka, kraftur, fjármagn og mannafli leitar í byggingar og mannvirki.  Mest skrifstofu og íbúðarhúsnæði.

Sennilega ekki einsdæmi hér samt sem áður. Kunningi minn sem bjó og starfaði í Kína um alllangt skeið hafði svipaða sögu að segja.    Þar er mesta hagvaxtarsvæði heims nú um stundir og mikið byggt. Háhýsi og skýjakljúfar hægri vinstri.  Stór hluti þessara nýju turna stendur samt meira og minna tómur og óinnréttaður að sögn þessa manns.

Mér sýnist  staðan hérlendis þannig að þessi sjódæling ódýrs erlends lánfjármagns síðustu ár hafi mest leitað í þessar áttir.  Get ekki ímyndað mér að nokkur þörf sem heitið geti, sé á byggingu nýrra íbúða næstu árin. Þvílíkt hefur gegnið á.   Svo dæmi sé tekið þá standa nýbyggð fjölbýlishús nánast tóm á Selfossi. Stöku gardína sést reyndar í gluggum, en þá eru það yfirleitt erlendir byggingaverkamenn.

Það hve þetta allt saman er rykkjótt og skrykkjótt er eflaust ekki gott. Að ekki  sé síðan minnst á timburmennina. Vaxtaokrið sem sem við upplifum nú bitnar illilega á þeim sem hafa nýfjárfest að ekki sé minnst á unga fólkið sem er nánast fryst úti eins og staðan er í dag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband