Eiturneysla

Sumir heimar eru manni hulinheimar. Sem betur fer.  Eiturlyfja ógnin er vaxandi segja allir sérfræðingar og meðferðarstofnanir.   Verst er að þetta fer að hljóma sem stagl með tímanum.  Fer í flokk með Ísrael og Palestínu.   Eða “klúður reiðar” Bandaríkjanna í utanríkismálum og Írak.    Þetta verður svona hluti af kornflexinu eða kaffinu á morgnana.

Eiturlyfja vandinn birtist okkur í sívaxandi glæpum.  Fréttum af  ránum og ofbeldisverkum.Sjálfsvígum eða hvað þetta er nú allt saman sem fylgir þessum viðbjóði.Ég undrast hve fjölmiðlar hafa lítinn áhuga á að ræða afleiðingar þessarar  eiturneyslu þess utan.  Nánast eingöngu minnst á miðlun efnanna (þ.e. dómar kringum smygl og innflutning)  eða glæpina sem eru yfirleitt framdir í vímunni.  Eða ránum á verðmætum til að fjármagna næsta skammt.Hvað með einstaklingana sem eru í þessu rugli?    Hvernig líða dagarnir.  Hversu margir eru á vinnumarkaðnum og  kannski ekki búnir að hrynja niður í neðstu þrepin ?Hversu margir þvælast á milli vinnustaða og tolla illa í vinnu?Hvernig vegnar þeim sem þó fara í meðferð.    Hversu hátt hlutfall nær hreinsun í hálft ár, eitt  ár, fimm ár eða tekst þetta alveg?

Það situr alltaf í mér saga af ungum  efnilegum pilti. Hann villtist af réttu brautinni um tíma.  Prófaði pillu í áfengisvímu.  Trúlega fór eitthvað hvítt í nös líka.    Varð fíkill. Með hjálp fjölskyldu fór hann hinsvegar í meðferð.  Náði að hreinsa út úr líkamanum og komst aftur út í hið daglega líf.Þessi drengur var vel gefinn og  hafði metnað.  Draumur hans var alltaf að læra flug.  Hann hóf því flugnám og gekk það vel til að byrja með.  Stefndi hann markvisst að atvinnuflugmannsprófinu.Einn daginn var hann alveg tekinn við stjórnun vélarinnar  en hafði ekki tekið sólópróf og flugkennarinn var því með honum.     Allt í einu öskrar hann upp og missir stjórn á vélinni. Verður hálf miður sín og hristir hausinn.   Skelfur sem hrísla, svitnar og er alls ófær um tíma að stjórna vélinni svo að flugkennarinn tekur við.Skýringin sem hann gaf var sú að honum fannst fíll sitja klofvega framan á vélinni rétt aftan við skrúfuna !Óþarft er að taka fram að draumar þessa pilts voru úr sögunni.   Alþekkt er að ofskynjanir geta komið fram í sködduðum einstaklingum  löngu seinna eftir að harðri neyslu er lokið. 

 Ég er ekki viss um að allir "vilji vita" eða geri sér grein fyrir hrikalegum afleiðingum þessa.  Sem ég vel að merkja þekki aðeins af afspurn. Unga fólkið er hinsvegar áhættuhópurinn. Það þarf að vita og fræðast markvisst um hvílíkt rugl er hér á ferð. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nei það er alveg rétt, það mætti fara að taka fyrir í öllum þessum umræðuþáttum í sjónvarpinu sem dynja á manni sýknt og heilagt afleiðingarnar af þessum viðbjóði öllum og þá ekki síst blessuð börnin sem mega búa við eiturlyfjaneyslu foreldranna og annarra fjölskyldumeðlima. Það eru svo margir fleiri sem þjást en bara þeir sem eru í neyslunni.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband