Kýr og kirkja.

Þessi mynd er tekin nú í skammdeginu.  Þarna geta ef til vill glöggir greint heilagan anda og heilagar kýr !heilagur andi og kýr

Það var hressilegur burður í fjósinu frá lok nóvember og út desember.  Báru þá 18 kýr.  Við höfum aldrei framleitt eins mikla mjólk og nú í janúar.    Erum að mjólka núna 37. Heilsufar sem betur fer gott.  Burður gekk vel.  Nema hjá hæstu kúnni okkar henni  Gránu  5181. Afurðir hennar árið 2007 voru 8430 kg. mjólkur. Hún átti tvíbura kálfa fyrir tímann. Komu tvær kvígur því miður dauðfæddar.  Grána er svona draumagripur. Undan Rosa. Þægileg í umgengni.  Greind. Veit alltaf hvað stendur til að gera eða fara á sumrin.  Lyftir ekki löpp í mjöltum.  Fljót að mjólkast.   Ofan í kaupið finnst mörgum hún falleg á litinn og það er alveg rétt.

Við breyttum fjósi og hlöðu fyrir tæpum þremur árum.  Ganga þær lausar og er mjólkað í mjaltagryfju.    Þetta er mikil breyting á vinnuaðstöðu.  Bæði fyrir kýr og menn.   Það er von að búin stækki, þó við  Stína státum ekkert af neinum yfirstærðum hér á bæ.     Hversu sjálfvirkar sem mjaltir verða að þá er alltaf mikil vinna að halda margar kýr og sinna eftirliti á stóru kúabúi.  En hvað varðar fóðrun á heyi og kjarnfóðri í nútímafjósi þá breytir í raun litlu hvort þú ert með 30 kýr eða 70.  Þær sjá um slíkt sjálfar.   Fara í kjarnfóðurbás þegar þær vilja og skammtana stillir þú í tölvu.  Hafa einnig frjálsan aðgang að heyi sem er gefið á fóðurgang með dráttarvél.Grána og fleiri


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að sjá mynd af Gránu, ég man eftir formóður hennar, en sökum þess hve langt er síðan er allsendis óvíst að þær séu skyldar. Sú Grána var einmitt fyrirmyndargripur í alla staði bæði hvað varðaði geðslag og nyt.

Rannveig Guðjónsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2008 kl. 13:44

2 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Sæll Valdimar!

 Gaman að þessari bloggfærslu hjá þér.  Og gaman að búið skuli ganga svona vel hjá ykkur.  Það er laukrétt hjá þér að það er jafnmikil vinna að sinna 30 kúm eða 70 kúm.  Ég held reyndar að það sé auðveldara að vera með færri kýr heldur en fleiri m.t.t. júgurheilbrigði og annars heilsufars hjá skepnumum, það er auðveldara að fylgjast með hverjum grip fyrir sig ef hjörðin er smærri.  En jafnframt er ekki eins mikil framlegð af smáum kúahóp, það virðirst vera í þessu eins og öðru að því stærri sem hlutirnir eru því betri eiga þeir að vera en það er samt þannig að það er ekkert víst að svo sé.

Kveðja góð!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson

P.S. sjáumst eftilvill á þorrablóti í Félagslundi annað kvöld.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 1.2.2008 kl. 16:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband