Spaugstofan. Eldsneytið búið.

 Ég hef oft skemmt mér yfir Spaugstofunni gegnum árin líkt og meirihluti þjóðarinnar.Þeir hafa átt sínar frábæru stundir félagarnir og fjölmargt situr eftir  í minningunni.En allt á sinn tíma.  Þeir hafa dalað verulega félagarnir og mér finnst þessum peningum sem í þáttinn fara ekki lengur vel varið.Bloggheimar loga í umfjöllun um Spaugstofuþáttinn 26. janúar 2008.  Vikan var farsakennd í pólitík, sérstaklega í Ráðhúsi Reykjavíkur.   Nóg efni  og ég viðurkenni það, mann hálfhlakkaði til að geta hlegið meira að þessu öllu saman.    En manni stökk varla bros.  Kannski  var raunveruleikinn mun fyndnari en grínið gat nokkurn tímann toppað.

“Þetta fer nú að verða nokkuð langt”, sagði kærasta Þorbergs um árið.   Sama segi ég nú. Æfiráðning ríkisstarfsmanna í gríni var etv. staðreynd í Sovétríkjunum sálugu  en er nú óþarfi hér á klakanum í öll “frelsinu” sem tröllríður öllu.Ef þjóðinni finnst þetta alveg ómissandi efni, þá verða þessir  ágætu leikarar eflaust ráðnir á  einhverja stöðina áfram.   En ekki meir, ekki meir.   Í bili allavega.Þetta hefur frá  mínum sjónarhól ekkert að gera með Randver ekki Randver. Eða þáttinn með Ólaf  F. borgarstjóra í aðalhlutverki.

Horfði á Loga Bergmann í beinni síðasta föstudag (25.janúar.08).    Frábær þáttur með skemmtilegu fólki, en alveg vanrækt efni í sjónvarpi.     Það er án efa aldagömul hefð hérlendis að herma eftir einstaklingum.  Og það er til fólk útum allt sem gerir þetta vel. Því mætti gera meiri skil.  Í þessum þætti sem Logi reyndar klúðraði, sá maður að fleiri geta hermt eftir en Pálmi í Spaugstofunni.  Og geta gert það miklu betur en hann.Logi fékk til sín hóp af fólki sem hefur fengist við eftirhermur og maður lá í hlátri allan tímann.   Hann var hinsvegar með efni í tvo til þrjá þætta en tróð því í einn.   Keppni í eftirhermum missti alveg marks, því hún kom á eftir snillingunum sem sumir hafa þetta að atvinnu. Ekki alveg sanngjarnt gagnvart byrjendum í sjónvarpi.

Það er reyndar visst áhyggjuefni að á “hinni” stöðinni eru Stelpurnar með svipað “sketsa” system og Spaugstofan, en mikið svakalega falla þar mörg skotin marflöt og ófyndin. Því hefur enginn á þessu heimili gaman af þeim þætti. Ég trúi og veit hinsvegar að fyndið fólk er þarna úti.      Sjáið þið t.d. Ladda.  Væri ekki rétt að nýta manninn betur í Sjónvarpi áður en hann verður með sjóið Laddi sjötugur?Hinir yngri voru einnig hjá Loga.   Björgvin Frans Gíslason fór þar á kostum.Þessir fyndnu eru semsagt  til í fleiri "stofum" og útum allt.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband