Vantar lempni og lagni hjá meirihluta.

Þrjóska og fall á fyrsta prófi er staðreynd á Alþingi.   Það sést með hverjum degi þessarar störukeppni að nokkuð vantar uppá lagni, frumkvæði og stjórnun hjá þingforseta og forsætisráðherra. 

Þingforseti á hverjum tíma er í vinnu fyrir þingheim, en ekki eingöngu hjú meirihlutans. Afköstin og vilji til (eðlilegra og óhjákvæmilegra) sátta um afgreiðslu mála er nauðsynleg.

Samkvæmt lýsingum er forsætisráðherrann föst við sinn keip.  Afhverju til dæmis - telst það eftirgjöf að dreifa innleiðingu hærra gjalds á útgerðir t.d. yfir 1 til 2 ár.?

Þessar upphæðir - þó gert sé mikið úr þeim - eru hálfgerð grjón í heildarsummu fjárlaga, ef út í það er farið.

Að því sögðu er ég alveg sammála þessari skattahækkun á þá sem græða mikið.  Endilega finnið miklu fleiri matarholur !   Mörgum fyrirtækjum og atvinnugreinum er hreint engin vorkun að greiða meira til samfélagsins.    

Kannanir um vilja þjóðarinnar ættu engum að koma á óvart.  Hver vill ekki að Jón Jónsson stórgrósser borgi meira , ef ég sjálfur slepp alveg ?

Ég vorkenni hinsvegar alþingismönnum ekki baun.   Þeir fengu heldur betur gott vetrarfrí. Hættið þessu væli.


mbl.is Hanna fái aðgang að „jafnaðargeðsnámskeiði“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af níu og sautján?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband