9.5.2025 | 11:33
Fyrst og fremst sorglegt.
Hver bendir á annan og enginn á neinn.
Ending nýrra bygginga á Íslandi (án fáránlega mikils viðhalds) er að verða á pari við endingu torfbæja fyrr á öldum. Hættið að gera grín að þeim.
Samt er ekkert til sparað í rándýrum byggingarefnum á okkar allsnægta tímum.
Allur samanburður er auðvitað hlægilegur - en samt ekki. Maður er orðlaus yfir fúski í hönnun og frágangi í dag.
Dapurlegur vitnisburður. Þetta er líka þannig að rónarnir koma óorði á vínið. Til eru enn
sem betur fer - örfá verktakafyrirtæki með flekklausn feril i nýbyggingum.
Morgunljóst að þetta þarf ekki að vera svona. Að setja almennileg þök (með halla) á húsin í upphafi væri góð byrjun.
![]() |
Skólahúsnæðið entist aðeins í 22 ár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning