Hey.

Sá galli fylgir sumum tegundum nútíma og jafnvel eldri tíma orkueyðslu að úrgangur fylgir. Á okkar tímapunkti í sögunni kemst fátt annað að en mengun andrúmslofts og hlýnun í kjölfar þess. Ég gleymi aldrei fána fyrir utan hótelglugga í London fyrir 33 árum. Hann var svartur af kolaryki bara við að blakta. Líkt og hefði verið stappað á honum útá stétt.
En margt hefur breyst á þessum árum. Síun á pústi/ útblástri frá nýlegum dísil og bensínvélum er orðin mikil í dag frá því sem var - hér í Evrópu og á Vesturlöndum. Slíkt vill gleymast.
Vandamálin eru tengd milljarða þjóðunum sem teljast stærstar í öllu samhengi. Þau eru sultuslök yfir öllu sínu ólofti og mengun. Indverjar , Kínverjar og fleiri stórþjóðir. Mest tengt ósíuðuðum kola, iðnaðar og farartækja útblæstri.

En hvernig voru samgöngumálin í borgunum fyrir segjum 130 – 200 árum. Var engin mengun ?

Megin forsenda þess að borgir tóku að stækka mikið var ein uppgötvun sem lét lítið yfir sér og hefur ekki verið flaggað mikið í borgunum sjálfum. Þessi bylting var meira tengd við fæðuöflun á kaldari svæðum jarðar og skipti ekki bara einhverju heldur öllu máli á ísaköldum svæðum líkt og til dæmis Íslandi.

HEY.

Ekki bara gátu kaldari svæði jarðar byggst mannfólki smá saman vegna heysins. Borgir gátu líka farið að stækka.

Ástæðan var einföld. hægt var að þróa samgöngutæki um borgirnar sem knúin voru eldsneyti sem heitir HEY. M.ö.o hægt var að halda hesta í “ norðlægari” borgum.
Farartækin / flutningatækin voru að sjálfsögðu hestvagnar, en til að setja stærðir í samhengi voru íbúar í London kringum 1850 og nokkru síðar orðnir rúmar fjórar milljónir. Hestafjöldinn í borginni var á sama tíma orðinn kringum 50.000 talsins.

En því fylgdi “mengun” innan gæsalappa. Það kallast hrossaskítur á íslensku sem var eðlilegur fylgifiskur þessa hrossafjölda sem “knúðu” hestvagna til flutnings á fólki og vörum á steinlögðum strætum stórborga t.d. London og New York. Fyrr á öldum höfðu bændur í nágrannabyggðum tekið þessum fína áburði fagnandi, en þarna hafði enginn undan að flytja magnið í burtu sem safnað var í hauga.

Í upphafi ljósmyndatækni voru myndir úr stórborgum yfirleitt sparilegar sólarmyndir af sópuðum strætum og torgum. Rakst á þessar myndir sem sýna hvernig þetta gat þó orðið þegar ekki hafðist undan að hreinsa til. Ef eitthvað er að marka mínar heimildir var árið 1894 orðin raunveruleg “krísa” með úrganginn. Þetta vandamál leystist þó af sjálfu sér með nýrri tækni, nokkrum árum síðar . Þá komu nefnilega til sögunnar bæði bílar og sporvagnar.
——————————-
D3C2C4C7-B70B-4E3C-A354-EE7EB73BAAB5


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Hver er summan af tíu og tuttugu?
Nota HTML-ham

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband