28.11.2024 | 12:45
Gleymdist að ræða orkuverð.
Ekki farið mikið fyrir umræðu um rafmagns og orkuverð til almennings í þessu landi.
Í orkukreppu Evrópu síðustu ár kristallaðist hversu vel sett við vorum á Íslandi. Stríðstímar og óvissa í öðrum heimshlutum þrykkti upp orkuverði á meginlandinu samstundis.
Á meðan ríkti hér stöðugleiki á heimilum og hjá minni fyrirtækjum (hvað þennan útgjaldalið varðar) - í öllum samanburði við nágrannalöndin. Í því felast lífsgæði og öryggi hvað snertir afkomu fólks. Í stuttu máli jafnaði það allan samanburð á framfærslu Íslendinga miðað við erlendis . M.ö.o slíkt eru líka peningar í budduna.
Forstjóri Landsvirkjunar hefur getið þess í viðtölum að orkuverð "eigi " að vera hátt á Íslandi. "Dýrt eins og til dæmis fiskur ...! " , sagði hann í viðtali við RÚV fyrir nokkru.
Amen.
Og ekki stóð á því. Hann og væntanlega stjórn Landsvirkjunar hefur hækkað verðið um heil 25% á stuttum tíma síðustu mánuði. Klæjar greinilega í lófana að hækka enn frekar.
Umræða um þessi mál hefur ekki verið fyrirferðarmikil í kosningabaráttu 2024.
Það er forgangsmál að almenningur njóti áfram hagstæðs orkuverðs. Það hefur í nokkra áratugi verið einkenni íslensks neyslu og fjármálaumhverfis.
Leið Norðmanna, þess orkublindfulla samfélags er víti að varast hvað varðar verð á rafmagni til almennings. Það er rándýrt m.a. vegna þess að braskarar og fjárfestar fá að ráða för.
![]() |
Samið um kaup á 28 vindmyllum á 20 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lágt raforkuverð er hvatning til sóunar. Sem er ekki gott í raforkuskorti. Þá þarf að skerða orku til framleiðslufyrirtækja. Sem kemur niður á hagvexti. Sem þá kemur niður á kjörum almennings. Vilt þú sleppa næstu launahækkun frekar en að slökkva ljós þegar þú yfirgefur herbergi? Það skilar nefnilega meiri gjaldeyri, skatttekjum og atvinnu að framleiða ál en að lýsa öll tómu herbergin á heimili þínu.
Glúmm (IP-tala skráð) 28.11.2024 kl. 16:00
Nokkur ljós í herbergjum gera nú ekki gæfumuninn.
P.Valdimar Guðjónsson, 28.11.2024 kl. 16:26
Það er þetta viðhorf sem kallar á hækkanir. Þegar 135.000 heimili sóa rafmagni þá er það fljótt að telja. Og við það bætast skrifstofur og annar rekstur þar sem öll ljós loga 24/7 þó aðeins sé unnin þar dagvinna.
Glúmm (IP-tala skráð) 28.11.2024 kl. 16:51
Það engin ástæða til að kúvenda rafmagni í dýran lúxus fyrir almenning. Við erum svo heppin að slíkt þarf ekki. Nóg er til af orku ( og mögulegri) hvað sem hver segir.
Hún má hinsvegar kosta. Og kosta vel fyrir þá sem hafa blauta drauma um brask og okur starfsemi við eigin sölu rafmagns.
Enginn talar fyrir sóun. Enda eru staðreyndir allt aðrar. Nýtni rafmagns hefur stórbatnað með byltingarkenndum perum og varmadælum til kyndingar - og fleira mætti nefna.
P.Valdimar Guðjónsson, 28.11.2024 kl. 21:02
##Nýtni rafmagns hefur stórbatnað með byltingarkenndum perum og varmadælum til kyndingar - og fleira mætti nefna.## Eins og sprengingu í fjölgun landsmanna sem kallað hefur á mikla fjölgun þurrkara, þvottavéla, eldavéla o.s.frv. Síðan eru nú margir á rafmagnsbílum sem taka hver eins mikið rafmagn yfir árið og heilt heimili. Sparperurnar eru langt frá því að dekka alla viðbótina og raforkunotkun almennings hefur bara aukist.
Á sama tíma hafa sveitastjórnir, náttúruverndarsamtök og ýmsir pólitíkusar komið í veg fyrir allar tilraunir til að auka orkuframleiðslu og bæta dreifikerfið. Bæjarfélög framleiða raforku með díselvélum því ekki mátti virkja steinsnar frá þorpunum og túristar mega víst ekki sjá háspennulínur. Sá peningur fer ekki í samgöngubætur, heilsugæslu eða skóla.
Eftir því sem rafmagnsskorturinn versnar verður verðið hærra. Og minna svigrúm til að bæta kjör almennings. Nóg er til af orku ef við sættum okkur við að verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun dragist saman, kjör versni og þjónusta minnki.
Glúmm (IP-tala skráð) 29.11.2024 kl. 00:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.