27.1.2024 | 15:28
Var einhver inni í Raufarhólshelli ?
Væri ég starfandi blaðamaður í dag - væri ég forvitinn að vita. Var einhver ferðamaður inni í Raufarhólshelli í Þrengslunum ? Hvernig varð þeim við í þessum skjálftum?
![]() |
Jarðskjálfti við Bláfjöll |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sæll ég bý í Kópavogi og vaknaði við skjálftann um hálf sex leitið, svo ég efast um að nokkur hafi verið í hellaskoðun svona snemma.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 27.1.2024 kl. 20:00
Já,ég skil. Vissi ekki tímasetningu nakvæmlega.
P.Valdimar Guðjónsson, 28.1.2024 kl. 01:14
Annars væri gaman að vita hvernig það er að vera staddur í hellinum þegar svona skjálfti ríður yfir. Hlýtur að vera óhugnanlegt.
Rafn Haraldur Sigurðsson, 28.1.2024 kl. 10:05
Sæll. Já, væntanlega eru gestir og ferðamenn á eigin ábyrgð og upplýstir um það. En mér fannst pínu ógnvænlegt öll stöku grjótin og hnullungarnir sem hanga líkt og límdir - uppi í þessum helli. Út um allt eru síðan samskonar á gönguleiðum sem hafa væntanlega einhvern tima pompað niður.
Skal viðurkenna. Það færi nú um mann í hristingi.
P.Valdimar Guðjónsson, 30.1.2024 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.