Einstök sveit sem hún tilheyrði.

Platan Rumours var unnin í miklu ósætti milli nánast allra meðlima Fleetwood Mac.  Allt farið í hund og kött. Jafnvel meira en það - miklar tilfinningar - ástir - afbrýði - skilnaðir og vímuefnaneysla.  Ekki í einkalífi,  heldur milli hljómsveitarfólks.
Tókst samt að ljuka henni með hundshaus, nánast.

 Útkoman varð hinsvegar snilldarverk. Ein söluhæsta hljómplata sögunnar. Enn hljóma þessar lagasmíðar stöðugt um allan heim.  

Konur voru aldeilis  ekki skraut eða farþegar í þessari sveit. Christine McVie öflugur hljómborðsleikari (frekar sjaldgæft áður fyrr að konur sæju um það). En einnig öflugur lagasmiður ásamt hinni (enn frægari) konunni í sveitinni Stevie Nicks.  Báðar góðir lagasmiðir og textar yfirleitt með innihald en ekki bara uppfylling.   


mbl.is Christine McVie söngkona Fleetwood Mac látin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband