15.6.2021 | 10:37
Fóður svína ?
Í USA er mjög frjálsleg löggjöf um ( svo ekki sé nú meira sagt) um efni í fóðri gripa til að flýta eldistíma og fá holdmeiri gripi. M.ö.o tíðkast að blanda lyfjum í fóður þ.á.m. hormónum. Eftirlit með slíku er ekki eins stíft og í Evrópu.
þú ert það sem þú borðar, er allavega sagt stundum.
![]() |
Kennir neyslu svínakjöts um keppnisbann |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Yfirleitt hefur mér verið sagt að löggjöfin í "Sambandinu" sé strangari en í Bandaríkjunum, en eftirfylgnin daprari í Evrópu.
En það er reyndar ákaflega misjafnt á milli landa Evrópusambandsins hvernig eftifylgnin er.
Enda frægar sögur um matvæli sem á "pappírunum" eru send þvers og kruss um "Sambandið", þangað til allir eru orðnir ringlaðir.
En þó að alþjóðlegum listum sé oft best að taka með hæfilegum fyrirvara, þá gefa þeir oft góðar vísbendingar.
Hér er listi sem kallast Global Food Security Index, sem unninn er af The Economist.
https://foodsecurityindex.eiu.com/Index
Ég gæti trúað að niðurstöðurnar komi jafnvel örlítið á óvart.
G. Tómas Gunnarsson, 15.6.2021 kl. 11:55
Það er reyndar ekki langt síðan eftirlits - hneykslið mikla, skók meginland Evrópu. Altsvo þegar hrossakjöti var laumað hægri vinstri í kjötrétti og vinnslu (m.a. hakk) .
P.Valdimar Guðjónsson, 16.6.2021 kl. 00:02
"Stóri hrossakjötsskandallinn" var árið 2013, ef ég man rétt. En það er ekki eins og að það sé eini skandallinn sem hefur átt sér stað.
https://www.foodnavigator.com/Article/2020/01/22/Horsemeat-scam-highlights-threat-of-food-fraud
Hér er frétt frá því í fyrra, þar sem "hringur" hafði starfað óáreittur frá því 2015.
Hér er önnur frétt frá 2020, hrossakjöt "fundið" í Danmörku og Hollandi: https://www.thegrocer.co.uk/food-safety/horsemeat-seized-in-europe-as-experts-predict-rise-in-food-fraud-from-coronavirus/604691.article
Vandinn er líklega ekki síst að flutningur er frjáls, en viðkomandi yfirvöld í hverju landi stýra eftirlitinu.
Enda "gæði og öryggi" matvæla talið mjög mismunandi milli landa innan "Sambandsins". Líklega er verulugur munur á "aðferðum" í Finnlandi og Búlgaríu, svo dæmi sé tekið.
En sé kjöt keypt t.d. frá báðum löndunum til kjövinnslu í Danmörku, breytist unna kjötvaran í "Danska".
En það þýðir ekki að allt sé í lagi annarsstaðar. En listinn sem ég setti hér inn í fyrri færslu, gefur góðar vísbendingar.
G. Tómas Gunnarsson, 16.6.2021 kl. 12:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.