Helgi gengisfellir eigin fagmennsku.

Hefði Helgi bara sleppt því að böggast sjálfur persónulega stöðugt á opnum spjallþráðum í garð Samherja, hefði hann sloppið við áminningu. 

Það að hann geti ekki á sér setið, opinberar beinlínis óvild "fagmannsins" í garð fyrirtækisins. 

Viðhlægjendur hans fagna að sjálfsögðu hverju neikvæðu tísti, ekkert nýtt þar.  Það hinsvegar espir hann bara enn frekar upp. 

Þráhyggjuröskunin nær orðið býsna mörg ár aftur í tímann.  Ekkert hefur enn komið útúr rannsóknum bæði Seðlabanka og dómsvalda (?) 

Ég hef ekki hugmynd um hvort Samherjamenn séu saklausir englabossar, en enginn hefur samt enn sannfært mig um lögbrot. 

Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að stærstu fyrirtækin í íslenskum sjávarútvegi fái að verða of stór.  Leyfileg  kvótaeign sem hlutdeild í smáu hagkerfi sé komin uppfyrir skynsemismörk.


mbl.is Helgi Seljan fjalli ekki meira um Samherja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Álit siðanefnda er ekki DÓMUR. Ráðgefandi álit sem enginn þarf að fara eftir. Á við í fyrirtækum, stofnunum og stéttarfélögum. Auðvitað sækir Samherji þar sem þeir halda að komi Helga illa. Fréttamaðurinn stendur sterkari en ella. Sýnir að hann hefur eitthvað til síns mál úr því forsvarsmenn Samherja láta eins og þeir láta.

Hef heldur enga hugmynd um hvort þeir séu englabossar. Tal að rannsaka eigi fyrirtæki þeirra og allar þær krókaleiðir sem þeir hafa notað til að fela peninga. Mín orð, því af hverju að stofna öll þessi skúffufyrirtæki ef ekki til að fela peninga og komast hjá skattgreiðslum.

Helga Dögg Sverrisdóttir (IP-tala skráð) 29.3.2021 kl. 15:04

2 Smámynd: P.Valdimar Guðjónsson

Siðferðiskendin er slök ef álit siðanefndar er eitthvað sem engin þarf að fara eftir.

Of mikið ego og línuleg óvild í garð umfjöllunarefnis gegnum mörg ár er ekki heppilegt í óhlutdræga umfjöllun sem þessa.

Þarna eru margar leiðir.   Til eru jafnvel skattalögfræðingar og ráðgjafar sem sérhæfa sig í krókaleiðum með skattgreiðslur.       Þar er við löggjafann að sakast ef smugur eru of margar til.           

Fáir eru saklausir af að leita leiða til að lágmarka skatt.  Það virðist í dag ná lóðbeint upp í stórfyrirtæki því miður.     Ég man þegar Þorvaldur í fyrirtækinu Síld og fisk   var langhæsti skattakóngur ár eftir ár og var stoltur af því !

P.Valdimar Guðjónsson, 29.3.2021 kl. 18:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband