Spádómsgáfa Jóns Arasonar og fimm alda Danastjórn.

Vek athygli á  viðtali í föstudags mogga 27.nóv. 2020. Mér þykir það feiknar áhugavert. Ásgeir Jónsson skrifar bók ( í tómstundum) um Jón Arason biskup. Ný og án efa upplýsandi mjög.
En ég tek útúr viðtalinu pælingar hans um fimm alda nýlenduherra vora, (hvorki meira né minna), Dani. Honum þykir ekki mikið til um. Hvað stóð eftir 500 ár? Jú, eitt fangelsi punktur.

Ég var einmitt að hugsa svipað, fyrr á árinu, við lestur bókarinnar " "Maðurinn sem Ísland elskaði",
ferðalag hins franska Gaimards um landið sumarið 1835 . Hann heillaðist af Íslandi og Íslendingum. Útsjónarsemi í harðbýlu landi. En hér er á þeim tímapunkti nákvæmlega ekki neitt. Allt eins frumstætt og það gat nokkurn tímann orðið. Hvergi brú yfir sprænu. Vegir nánast óþekktir. Verslunareinokun. Herra þjóðin meira "útkjálki Evrópu" (orð nóbelskáldsins okkar) og Danmörk ekki verslunarveldi, meira milliliður.
Hvað segir það um herraþjóð okkar ?
Líkt og Ásgeir bendir á, algjört áhugaleysi Dana um árhundruð á þessari nýlendu sinni Íslandi.

Ég heyrði mann úr Háskólanum fyrir stuttu, fullyrða hve við vorum heppin með nýlenduherra. Örlaði á að ég keypti þetta. Ekki jafn viss nú. Svo langt sem það nær jú. Þeir beittu okkur ekki ofbeldi. Má þakka það. Ligeglad sumir og etv. ekki harðstjórar.
Auðvitað eru Danir per se ekki slæmir. Á sjálfur góða vini sem eru Danir, eða hálfdanskir.

En hitt fyrr á tíð ?  Öllu haldið í fjötrum sem náungi að nafni Jón Sigurðsson benti nokkuð réttilega á.

Hef ekki lesið bók Ásgeirs.   En væri fróðlegt. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband